fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fá ekki endurgreitt þrátt fyrir dónaskap fararstjóra

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 12. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa hefur kveðið upp úrskurð sinn í máli þar sem tveir einstaklingar kröfðust endurgreiðslu og bóta af hálfu aðila sem seldi þeim ferðatengda þjónustu. Vildu einstaklingarnir tveir meina að um vanefndir hafi verið að ræða af hálfu söluaðilans og að steininn hefði tekið úr þegar fararstjóri á vegum söluaðilans hefði viðhaft óviðurkvæmileg ummæli um annan af kaupendunum þegar hann ræddi við fararstjórann á meðan ferðinni stóð. Nefndin hafnaði hins vegar kröfum um endurgreiðslu og greiðslu bóta.

Í úrskurðinum segir að einstaklingarnir sem kvörtuðu hafi krafist endurgreiðslu á 354.528 krónum sem þeir greiddu söluaðilanum og að fá þar að auki greiddar 355.036 krónur í  bætur vegna útlagðs kostnaðar.

Um málsatvik segir í úrskurðinum að kvartendurnir hafi keypt pakkaferð af söluaðilanum, til ónefnds lands, sem hafi átt að standa í 10 daga, sumarið 2022. Innifalið í verðinu var flug og gisting í 10 nætur á hóteli með morgunverði.

Þegar á staðinn var komið kom fljótt upp óánægja hjá kvartendunum með ferðina. Ræddu þeir við fararstjóra á vegum söluaðila og óskuðu eftir flutningi á hótel á öðrum stað. Fararstjórinn sagði það aðeins hægt með auknum kostnaði. Daginn eftir komuna á áfangastað ræddi annar kvartendanna við fararstjórann í síma og segir í úrskurðinum að fararstjórinn hafi þá viðhaft óviðurkvæmileg ummæli um þann einstakling.

Vildu ekki eiga frekari samskipti

Segir í úrskurðinum að í kjölfarið hafi kvartendur sem og foreldrar þeirra haft samband við söluaðilann og óskað eftir að vera færðir í aðra ferð á hans vegum þar sem þeir hafi ekki getað hugsað sér að eiga í frekari samskiptum við fararstjórann eða að eiga á hættu að rekasrt á hann í ferðinni. Söluaðilinn bauð þeim flutning á annað hótel gegn 250.000 króna greiðsu. Kvartendur sættu sig ekki við það tilboð og bókuðu annað hótel og annað flug til baka til Íslands og luku ferðinni á eigin vegum.

Í kröfugerðinni sögðu kvartendur að söluaðilinn bæri ábyrgð á háttsemi fararstjórans og að hún fæli í sér vanefndir á framkvæmd ferðarinnar í skilningi laga um pakkaferðir. Þess vegna ættu þeir rétt á endurgreiðslu. Kröfur um bætur voru tilkomnar vegna kostnaðar við að bóka nýtt flug og nýtt hótel.

Söluaðilinn benti á í sínum rökstuðningi að kvartendurnir hefðu bókað pakkaferðina í gegnum vefsíðu hans. Þegar komið hafi verið á staðinn hafi kvartendur kvartað yfir því að vera ekki á líflegri stað og óskað eftir að fara á hótel á slíkum stað. Reynt hafi verið að koma til móts við óskir þeirra en þeim ekki hugnast tillögur söluaðila. Kvartendum hafi þá verið boðið nýtt tilboð í ferð á öðrum stað en samkvæmt skilmálum söluaðilans hafi ekki verið mögulegt að endurgreiða pakkaferðina. Þessu hafi kvartendur hafnað og yfirgefið hótelið að eigin frumkvæði. Þar af leiðandi hafnaði söluaðilinn kröfum þeirra.

Dónaskapurinn ekki nægilegt tilefni til riftunar – Tóku hluta símtalsins upp

Í niðurstöðu Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa segir að ekki sé skýrt í hverju óánægja kvartenda með ferðina hefði upphaflega falist, áður en fararstjórinn viðhafði hin óviðurkvæmilegu ummæli.

Í svörum söluaðilans kom meðal annars fram að margir starfsmenn hans, meðal annars forstjóri viðkomandi fyrirtækis, hefðu komið að málinu.

Í niðurstöðunni segir enn fremur að kvartendur hafi lagt fram upptöku af hluta umrædds símtals við fararstjórann. Sagði söluaðilinn að vafi léki á lögmæti upptökunnar og að fararstjórinn hefði ekki vitað að símtalið hefði að hluta verið tekið upp.

Nefndin tók undir að ummæli fararstjórans hefðu verið óviðeigandi og óviðurkvæmileg. Um hafi verið að ræða brot á gagnkvæmri tillitsskyldu aðila í samningssambandi og þar með vanefnd á skuldbindingum í skilningi laga um pakkaferðir. Skilyrði laganna fyrir riftun á samningi um pakkaferðina hafi hins vegar ekki verið uppfyllt meðal annars vegna þess að ekki hafi verið fullreynt hvort ráða hafi mátt bót á vanefndunum með fullnægjandi hætti. Hlutverk fararstjórans í ferðinni hafi þar að auki verið takmarkað.

Nefndin segir einnig að ekki geti komið til þess að kvartendur fái afslátt og þar með endurgreitt að hluta. Kvartendur hafi getað fengið afslátt ef söluaðilinn hafi ekki getað útvegað annan fararstjóra en kvartendurnir hafi rift samningnum án þess að uppfyllt væru skilyrði til þess.

Kröfum um endurgreiðslu og greiðslu bóta var því alfarið hafnað.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna

Veðrið hefur leikið við höfuðborgarbúa en það breytist um miðja vikuna
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar

Pálmi er öldrunarlæknir: Líkt og að reykja 15 sígarettur á dag – Svona drögum við úr áhrifum ellinnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“

Segir að valdastéttin þoli ekki uppgang Höllu Hrundar – „Íslenskur almenningur sér í gegnum þetta“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni

Heiðar tjáir sig um Kveiksmálið og segir engin annarleg sjónarmið búa að baki ákvörðuninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði

Barnaskólakennari drap manninn sinn og gróf líkið úti í garði
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“

Allt vitlaust út af brottrekstri Maríu Sigrúnar úr Kveik og kollegar grípa til varna – „Eru þau ömurlegu orð Ingólfi Bjarna til ævarandi minnkunar“