fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Sakfelldur fyrir ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum – Áreitti 13 ára stúlku í kirkju og spurði hvort þau ættu að gera „þetta“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 16:37

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erlendur maður að nafni Dumitru-Aurel Ivan hefur verið sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn börnum hér á landi. Var hann ákærður fyrir þrjú brot en sakfelldur fyrir tvö.

Dumitru var í fyrsta lagi ákærður fyrir að hafa áreitt 13 ára stúlku í kirkju í Reykjavík. Atvikið átti sér stað í anddyri hússins og var stúlkan með móður sinni. Er stúlkan kom fram í anddyri kirkjunnar til að henda tyggigúmmí byrjaði Dumitru að áreita hana. Hann sagði við stúlkuna að hún væri falleg, tók í hönd hennar, kyssti hönd hennar og kyssti hana síðan á munninn. Hann snerti kynfærasvæði hennar utanklæða og eftir að stúlkan hafið komið sér undan honum spurði hann hana hvort þau ættu að gera „þetta“ á eftir. Brotið var framið sunnudaginn 17. janúar 2021.

Dumitru var sýknaður af ákæru um að hafa sunnudaginn 26. júní 2022 áreitt 14 ára stúlku fyrir utan verslun í Austurstræti í Reykjavík. Var hann sagður hafa gripið um rass stúlkunnar utanklæða og kreist hann. Ásökunin þótti ekki fullsönnuð og því var hann sýknaður af þessum ákærulið.

Hann var hins vegar sakfelldur fyrir að hafa á sama tíma og sama stað áreitt aðra 14 ára stúlku, er hann greip um kynfærasvæði hennar utanklæða.

Um brot Dumitru segir meðal annars í texta dómsins:

„Brot ákærða voru gróf og beindust að ungum stúlkum, ákærði veittist að brotaþolum fyrirvaralaust og hafði brotið alvarlegar afleiðingar fyrir brotaþola samkvæmt 1. ákærulið. Þá hafði ákærði skömmu áður en þau atvik gerðust er greinir í 3. ákærulið verið dæmdur í skilorðsbundið fangelsi vegna sambærilegs brots en lét sér ekki segjast.“

Var niðurstaðan sú að Dumitru er dæmdur í átta mánaða fangelsi. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða stúlkunni sem hann áreitti í kirkju 700 þúsund krónur í miskabætur.

Dóminn má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa