fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fréttir

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 10. apríl 2024 13:57

Costa Adeje er vinsæll áfangastaður Íslendinga

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Kanaríeyjum handtók fyrir skömmu níu manns á hinni þekktu Adeje-strönd á Tenerife, fyrir að selja falska merkjavöru. Canarian Weekly greinir frá.

Í aðgerðinni var lagt hald á yfir 1.100 falsaðar vörur, þ.e. vörur sem bera þekkt vörumerki án þess að koma frá viðkomandi framleiðendum. Segir að kvartanir yfir þessum vörusvikum hafi leitt til aðgerða lögreglu sem lagði hald á ógrynni af úrum, veskjum, handtöskum og fatnaði í verslunum á helstu verslanagötum Adeje.

Í yfirlýsingu frá lögreglu segir að afbrot af þessu tagi dragi úr gæðaöryggi fyrir kaupendur merkjavöru og veiti ósanngjarnt forskot á markaði gagnvart verslunum sem bjóði upp á ósvikna merkjavöru.

Fréttin hefur vakið athygli á meðal íbúa og ferðamanna á Tenerife og á Facebook-síðu Canarian Weekly er framganga lögreglu gagnrýnd: „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“ segir einn þar og annar bætir um betur, í hæðnistóni: „Frábærlega farið með tíma lögreglu…að vernda vörumerki milljarðafyrirtækja á meðan þjófar stela vörunum frá viðskipavinum þeirra.“

Útbreiddur vasaþjófnaður á Tenerife hefur verið í fréttum undanfarið. DV greindi frá því nýlega, sem og raunar einnig frá fölsunum á merkjavöru:

Varar Íslendinga við eyjunni fögru – „Hvað er eiginlega að gerast á Tenerife?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Staðfesta komu Rooney
Fréttir
Í gær

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“

Vara við fjárkúgun á netinu – „Það sem þeir sækjast eftir eru myndir af kynfærum eða ámóta myndefni“
Fréttir
Í gær

Telur að Katrín vinni ef hún nær að gera þetta á lokasprettinum

Telur að Katrín vinni ef hún nær að gera þetta á lokasprettinum
Fréttir
Í gær

„Það er ekki gam­an að vera með ólækn­andi sjúk­dóm sem send­ir þig á kló­sett í sí­fellu“

„Það er ekki gam­an að vera með ólækn­andi sjúk­dóm sem send­ir þig á kló­sett í sí­fellu“
Fréttir
Í gær

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni

Halldór ætlar ekki að biðja Arnar Þór afsökunar – Rifust fyrir viðtal í vikunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar fangelsismálastjóra fullum hálsi – „Sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla“

Svarar fangelsismálastjóra fullum hálsi – „Sykurhúðuðu snúðarnir eru farnir að mygla“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gangandi vegfarandi sem lést á Höfðabakka varð fyrir tveimur bílum – Annar þeirra aldrei fundist

Gangandi vegfarandi sem lést á Höfðabakka varð fyrir tveimur bílum – Annar þeirra aldrei fundist