fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Jón fékk viðurnefnið Mörgæsarmaðurinn og sat inni fyrir bíræfið rán – „Ég viðurkenndi aldrei aðild að þessu ráni, ég átti hugmyndina“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. apríl 2024 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég var í 10-11 ráninu, tókum peningasendil þarna. Ég held þeir hafi verið að slá metið núna með peningasendingunni núna,“ segir Jón Kristján Jacobsen, kallaður Nonni Lobo, sem er gestur Aron Mímis og Bjarka í þætti þeirra Götustrákar.

Aron Mímir og Bjarki kannast greinilega ekki við málið sem er eitt af þremur ránum sem framin voru á árunum 1995–1997, sem vöktu töluverðan óhug. Ránin voru þaulskipulögð, vasklega var gengið til verks og höfðu ræningjarnir í öllum tilvikum töluverðar fjárhæðir upp úr krafsinu. 

DV fjallaði um málin þrjú í október árið 2019: Þaulskipulögð rán í Reykjavík: „Þeir ruddust inn með miklum hávaða og öskruðu: Þetta er vopnað rán”

Mánudagsmorgun 14. apríl árið 1997 sátu tveir menn fyrir starfsmanni verslunar 10-11 í stigagangi fyrir framan skrifstofu fyrirtækisins við Suðurlandsbraut, vopnaðir heimatilbúnum leðurbareflum fylltum sandi. Starfsmaðurinn var með uppgjörstösku sem innihélt um fimm milljónir króna, sem var helgarsala verslunarinnar. Ræningjarnir huldu andlit sín með lambhúshettum. Þeir réðust að starfsmanninum, úr launsátri, með ofbeldi, sneru hann niður, börðu og rifu af honum uppgjörið.

„Við tókum peningasendil þarna, ég játaði nú aldrei þetta mál, en þetta er fyrnt. Ég játaði aksturinn á mig, en allt í lagi skilurðu. Þetta voru 11 milljónir uppgjörið, einhverjar sjö milljónir í peningum. Ég var ekki í einhverju búðarkassaveseni, dreptu mig ekki. Þetta er held ég stærsta upphæð í peningum sem hefur verið tekin. Ég náttúrlega lenti í gæsluvarðhaldi, fór beint í úttekt og endaði með fimm ár. Ég sagði við fangavörðinn: „Það var svo gott þarna í starfskynningunni í tvo mánuði að ég ákvað að bæta á mig.“

Jón var 31 árs þegar hann framdi ránið ásamt félögum sínum. Hafði hann áður komist í kast við lögin og skömmu áður verið dæmdur til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar vegna smygls á tæpu kílói af amfetamíni í mörgæsarstyttu árið 1995. Þaðan fékk Jón viðurnefnið sem DV notar á forsíðu blaðs síns 15. apríl 1997.

„Þegar ég fór inn í tvo mánuði þá var Fangelsismálastofnun: „Já þú ert með lítinn krakka, setjum þið í Kópavoginn. Ég var búinn að sofa eina nótt á Níunni, þegar ég var spurður hvort ég væri með mikið af dóti, þú ert að fara austur. Ég var feginn að fara austur, það var ömurlegt á Níunni, þó ég væri bara eina nótt þar,“ segir Jón. Nían sem hann vísar til er Hegningarhúsið við Skólavörðustíg 9, en 1. júní 2016 var starfsemi hætt þar.

Jón segist ekki selja frelsi annarra og taka eigin skít. „Ég var dæmdur og það var skvílað á mig annað, ég viðurkenndi aldrei aðild að þessu ráni, ég átti hugmyndina, félagar mínir sluppu allir. Þetta var mikið mál,“ segir Jón sem var handtekinn í Gullsport í Brautarholti.

„Ég vissi alveg að þeir voru að koma, pabbi hringdi í mig. Ég er svona gangster skiljið þið, eða svona verið á skransinu.“

Jón var á bíl sem skráður var á föður hans. „Það var plottið. Ég var langt frá ránsstaðnum, það voru tveir sem tóku peningasendilinn. Ég ætlaði ekki að gera þetta, en þeir voru að nuða í mér. Þeir náðu ekki að nota gæjann. Það var algjör slysni að tveir menn sem komu að manninum tóku rúnt í hverfinu og sáu þá stíga inn í bíl hjá mér og tóku niður númerið.“

Lýsir Jón því hvernig útgönguleiðum úr Reykjavík var lokað, en félagi hans var handtekinn á leið upp í bústað með hluta af ránsfénu. „Ég náttúrlega fór í gæsluvarðhald og þagði, og játaði aldrei aðild að þessu máli, sagðist hafa keyrt, vissi ekkert hvað þeir voru að gera.“

Um Götustráka

Félagarnir Bjarki Viðarson og Aron Mímir Gylfason standa bak við hlaðvarpsþáttinn Götustrákar sem hýstur er á hlaðvarpsveitunni Brotkast. Bjarki og Aron, sem betur eru þekktir undir Twitter-nöfnum sínum, Jeppakall 69 doperman Rakki og Ronni Turbo Gonni, lifðu og hrærðust í undirheimum höfuðborgarinnar um árabil en hafa snúið blaðinu við og feta nú beinu brautina. Ætlun þeirra með hlaðvarpinu er að gefa hlustendum innsýn inn í þennan miskunnarlausa heim og ekki síður ráð um hvernig foreldrar geta passað upp á börnin sín varðandi stafrænar hættur.

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu

Fulltrúadeildin greiðir loksins atkvæði um hjálparpakka til Úkraínu
Fréttir
Í gær

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið

Tímamót á Reykjanesskaga: Næst lengsta gosið frá 2021 – Óvissa um framhaldið