fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Úkraínumenn skutu 14 rússneskar flugvélar niður á 14 dögum – Setja fram hugsanlegar skýringar á þessu

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 04:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef Úkraínumenn segja satt frá þá er óhætt að segja að rússneski flugherinn hafi farið í gegnum mjög dýrkeypt tímabil að undanförnu. A-50 eftirlitsflugvél, tvær SU-35 orustuþotur og 11 SU-34 orustuþotur voru skotnar niður á þessu tímabili. Nú síðast SU-34 vél á föstudaginn.

Rétt er að hafa í huga að ekki hafa öll tilfellin verið staðfest af óháðum aðilum. Rússnesk yfirvöld tjá sig alls ekki um þetta en gera mikið úr árangursríkum árásum SU-34 véla í umfjöllun á heimasíðu varnarmálaráðuneytisins.

Yfirlýsingar Úkraínumanna í bland við ummæli æðstu yfirmanna hersins, upplýsinga frá vestrænum leyniþjónustustofnunum og staðfestar upplýsingar draga upp bakgrunnsmynd sem hægt og rólega byggir upp skýringu á þessu mikla tapi Rússa.

Jótlandspósturinn segir að mikilvægt púsl í þessu sé A-50 vélin sem var skotin niður nýlega. Það hefur verið staðfest og einnig hefur verið staðfest að önnur A-50 vél var skotin niður í janúar og sú þriðja skemmdist mikið eða eyðilagðist á síðasta ári. Þetta þýðir að þriðjungur A-50 flugflota Rússa er nú úr leik.

Vélarnar voru framleidda á tíma Sovétríkjanna og nýjar vélar hafa ekki verið framleiddar. Þess utan er ekkert útlit fyrir að nýjar vélar séu í smíðum. Rússar eru sagðir hafa brugðist við þessu tapi með því að taka hætta að nota síðustu sex A-50 vélarnar nærri Úkraínu.

Breska varnarmálaráðuneytið segir að þetta skipti miklu máli því nú geti Rússar ekki notað vélarnar til eftirlits né til að stýra aðgerðum rússneska flughersins yfir Úkraínu. Þetta dragi mjög úr upplýsingaflæði til áhafna annarra flugvéla. Segja Bretarnir að þetta skerði getu Rússa í loftinu yfir austan- og sunnanverðri Úkraínu.

Segja má að A-50 vélarnar séu augu rússnesku orustuþotanna og nú séu Úkraínumenn að stinga þessi augu eitt af öðru úr Rússum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína