fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Lögregla varar við og hvetur foreldra til að ræða við börn sín

Ritstjórn DV
Mánudaginn 4. mars 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur varað við svokallaðri sæmdarkúgun en slík mál eru nú til rannsóknar hjá embættinu.

Bent er á það að fjárkúganir taki á sig ýmsar myndir og er sæmdarkúgun (e. sextortions) ein þeirra.

„Þolendur eru gjarnan ungir karlar, jafnvel á grunnskólaaldri, sem eru ginntir til að senda af sér kynferðislegar myndir í gegnum samfélagsmiðla, einkum Instagram og Snapchat. Viðtakandinn reynist síðan ekki vera sá sem hann segist vera og krefst peninga, ella verði myndunum dreift áfram til annarra,“ segir í tilkynningu sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti á Facebook.

Að sögn lögreglu er um að ræða skipulagða brotastarfsemi og því full ástæða til að hafa varann á sér.

„Þetta er jafnframt ein af hættunum sem fylgja notkun samfélagsmiðla og nauðsynlegt er að foreldrar og forráðamenn ræði um við börnin sín,“ segir í skeyti lögreglu en þar er einnig vakin athygli á umfjöllun Vísis í morgun þar sem meðal annars var rætt við yfirmann kynferðisbrotadeildar lögreglu um mál af þessu tagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun