fbpx
Fimmtudagur 02.maí 2024
Fréttir

Telur að þurfi að margfalda fjölda meðmælenda –„Margir hafa mjög litla hugmynd um starf forseta Íslands“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. mars 2024 18:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi deildarstjóri á Skrifstofu Forseta Íslands, Vigdís Bjarnadóttir, telur að eðlilegt væri að frambjóðendur til embættisins leggðu fram 5 til 10 þúsund meðmælendur, en ekki 1.500 eins og þarf í dag. Þetta kemur fram í pistli sem Vigdís birti á Facebook-síðu sinni. Vigdís þekkir vel til embættisins eftir langan starfsferil á skrifstofu þess. Hún segir í pistli sínum:

Ég hef tekið eftir því í umræðunni um embættið að margir hafa mjög litla hugmynd um starf forseta Íslands. Ég starfaði náið með forseta Íslands í um 39 ár á skrifstofu forseta Íslands, með þremur forsetum, fyrst með Kristjáni Eldjárn í 12 ár, svo Vigdísi í 16 ár og Ólafi Ragnari í 11 ár. Ég vann við fjármál, starfsmannahald og prótokoll hjá embættinu og ferðaðist vítt og breitt um heiminn með bæði Vigdísi og Ólafi Ragnari. Margt hefur auðvitað breyst síðan ég hætti þar 2007. En það eru ákveðin gildi sem varða embættið sem alltaf munu vera eins.

Eins og alþjóð veit voru þetta afar ólíkir einstaklingar og komu, hver á sinn hátt, með nýja sýn og ný viðhorf inn í embættið og mótuðu það á sinn hátt. Það sama má auðvitað segja um þá tvo forseta sem sinntu starfinu á undan þeim og núverandi forseta okkar. Það er engin uppskrift að því hvaða kostum forsetaframbjóðandi þarf að búa yfir, en gott að átta sig á að sumt er afar nauðsynlegt að kunna og geta gert.

Um æskilegan meðmælendafjölda segir Vigdís:

„Mín skoðun er sú að Alþingi hafi trassað of lengi að breyta reglunni um fjölda meðmælenda, sem hver frambjóðandi þarf að leggja fram. 5-10 þúsund meðmælendur ætti að vera hæfilegt fylgi sem hver frambjóðandi ætti að byrja með. Kosningar eru dýrt dæmi, bæði fyrir frambjóðendur og þjóðina. En 1500 meðmælendur, eins og ákveðið var í upphafi lýðveldisins, gera kosningarnar óþarflega flóknar í dag. Nú er talið að framboð kosti um 20 milljónir að lágmarki.“

Það blæs oft á Bessastöðum

Vigdís fer yfir þá kosti og hæfni sem hún telur að forseti þurfti að hafa til að bera. Hún telur að hann þurfi að tala lýtalausa ensku og eitt Norðurlandamál. Hann þurfi að hafa sterkt bakland því „það blæs oft á Bessastöðum“. Hún segir jafnframt að forseti þurfi að hafa kjark til að taka óvinsælar ákvarðanir.

Góður maki sé síðan kostur enda komi makinn oft að starfi forseta Íslands og taki virkan þátt í að reka embættið.

Vigdís bendir á að ekki sé auðvelt að vera með börn á Bessastöðum enda sé staðurinn nokkuð einangraður og langt að sækja skóla, íþróttir og tómstundastarf.

Pistil Vigdísar má lesa með því að smella á tengilinn hér að neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 

Umdeild reglugerðardrög Willums aftur lögð fram – „Ég segi nei við svona voðaverkum“ 
Fréttir
Í gær

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Í gær

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn

Maðurinn sem missti hús sitt í Reykjanesbæ á umdeildan hátt dæmdur fyrir að ráðast á lögreglumenn
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“

Fyrrverandi þingmaður hjólar í RÚV: „Afsökunarbeiðni hlýtur að líta dagsins ljós“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“

Kemur Baldri til varnar eftir nærgöngular spurningar Morgunblaðsins – „Má spyrja homma að öllu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög

Bresku Rúanda-lögin koma illa niður á Írum – Setja neyðarlög