fbpx
Miðvikudagur 17.apríl 2024
Fréttir

Blóðugur maður fannst ekki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 31. mars 2024 07:46

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og svo oft áður aðfaranótt sunnudags kom talsverður fjöldi verkefna inn á borð Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt og eins og oft vill verða komu flest þeirra upp í miðborg Reykjavíkur. Þar á meðal var tilkynnt um blóðugan manni á gangi en lögreglan fann hann þó ekki. Komu þessi verkefni til kasta lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu.

Helstu verkefnin voru þau að tilkynnt var um mann í miðbænum sem hafði verið að hrækja á dyraverði. Við afskipti lögreglu neitaði aðilinn að segja til nafns og lét öllum illum látum. Hann verður vistaður í fangageymslu þangað til hægt er að ræða við hann.

Um eitt leytið í nótt var tilkynnt um blóðugan mann á gangi í vesturbæ Reykjavíkur. Maðurinn var farinn þegar lögregla kom á vettvang.

Tilkynnt var um slagsmál utan við skemmtistað í miðbænum. Þegar lögregla kom á staðinn urðu lögreglumenn vitni að áframhaldandi líkamsárás sem varð til þess að tveir aðilar voru handteknir og gista nú fangageymslur í þágu rannsóknar málsins.

Lögreglunni barst tilkynning um mann sem hótaði að stinga annan vegna deilna þeirra á milli. Við skoðun á málinu kom í ljós að maðurinn var óvopnaður, mjög ölvaður og ekki líklegur til ofbeldis. Málið er í rannsókn.

Tilkynnt var um ölvaðan mann sem reyndi að komast inn í byggingar í miðbænum, líklega í leit að skjóli. Maðurinn var fluttur á lögreglustöð þar sem í ljós kom að hann var of ölvaður til að sýsla með sín mál. Manninum var boðin gisting í fangageymslu sem hann þáði.

Upp úr klukkan fjögur í nótt réðust nokkrir aðilar á einn í miðbænum. Árásarþoli var ekki mikið slasaður en lögreglan leitar nú árásaraðila og er málið í rannsókn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“

Ritstjóri Austurfréttar ánægður með árshátíðina dýru – „Ekki há upphæð fyrir fyrirtæki með tekjur upp á 52 milljarða króna“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“

Gísli segir Umboðsmann barna fara með rangt mál – „Við þurfum að vernda börnin okkar“
Fréttir
Í gær

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“

Þóra kemur rándýru árshátíðinni til varnar – „Það er algert rugl að kostnaðurinn hafi verið hálf milljón á mann“
Fréttir
Í gær

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína

Jóhann Scott flúði með fjölskylduna til Edmonton – Sakaður um að dreifa myndefni sem sýndi mæður misnota syni sína
Fréttir
Í gær

Adam ákærður fyrir stórfelld brot

Adam ákærður fyrir stórfelld brot
Fréttir
Í gær

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“

Bjarkey strax undir miklum þrýstingi: „Það hefur gríðarlegar afleiðingar fyrir ráðherra að fara ekki að lögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi

Málinu sem klauf kirkju aðventista vísað frá – Lambafell og Litla-Sandfell flutt til sementsgerðar í Þýskalandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við

Japanar óttast fall Úkraínu og krísu í Asíu ef stuðnings Bandaríkjanna nýtur ekki við