fbpx
Föstudagur 12.apríl 2024
Fréttir

Eiga von á öðru kvikuhlaupi og telja líkur á eldgosi

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 3. mars 2024 10:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi við Svartsengi á næstu dögum og áfram eru auknar líkur á eldgosi. Kvikuhlaupi á svæðinu lauk í gær án þess að kvika næði að brjóta sér leið upp á yfirborð jarðar.

Í tilkynningu á vef Veðurstofu Íslands segir að gögn bendi til þess að kvikuhlaupið í gær hafi stöðvast við Hagafell. Líkur á því að eldgos komi upp í tengslum við þetta tiltekna kvikuhlaup hafa minnkað en svæðið verður áfram vaktað með mögulegt eldgos í huga. Ennfremur segir:

„Líkanreikningar sýna að magn kviku sem hljóp frá Svartsengi í gær hafi verið óverulegt miðað við fyrri kvikuhlaup sem enduðu með eldgosi. Því er hægt að líta svo á að kvikusöfnun haldi áfram undir Svartsengi líkt og áður.

Reikna þarf með að annað kvikuhlaup geti átt sér stað næstu daga og áfram eru auknar líkur á eldgosi líkt og fyrir atburðarrás gærdagsins. Hversu langt er í næsta kvikuhlaup veltur á því hversu hratt þrýstingur vegna kvikusöfnunar undir Svartsengi byggst upp til að setja það af stað. Merki um nýtt kvikuhlaup væru líkt og áður áköf smáskjálftahrina á svæðinu.“

Sjá nánar hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu

Segir Norður-Kóreu prófa vopn sín í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum

Rússnesk herþota var skotin niður yfir Krím – Dæmi um þann vanda sem steðjar að Rússum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi

Vinnuslys í Hafnarfirði – Reyna að ná manni undan fargi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“

Lögreglan á Tenerife vekur reiði með aðgerðum sínum – „Þeir ættu frekar að taka vasaþjófana úr umferð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“

Björn Leví segir að þykjustuleikur hafi verið settur á svið – „Það var í rauninni búið að ákveða annað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína

Rússneskir glæpamenn í vanda vegna stríðsins – Hafa misst tengslin við úkraínska starfsbræður sína