fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Hannes er viss um að ferðamenn séu hræddir við mótmæli á Íslandi

Ritstjórn DV
Mánudaginn 25. mars 2024 20:30

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í umfjöllun fjölmiðla undanfarið hefur komið fram að ferðaþjónustan hér á landi stendur frammi fyrir auknum erfiðleikum ekki síst því að útlit er fyrir að ferðamönnum muni fækka á árinu, til að mynda þegar horft er til stöðu bókana. Þetta hefur einna helst verið rakið til fréttaflutnings af stöðugum jarðhræringum á Reykjanesskaga og hás verðlags. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands segist þó vera viss um að tíð mótmæli Palestínumanna og stuðningsmanna þeirra við Alþingishúsið eigi sinn þátt í þessari þróun.

Hannes skrifar á Facebook síðu sína:

„Fréttir af framferði Palestínu-Arabanna og stuðningsmanna þeirra hér á landi hafa áreiðanlega líka fælt ferðamenn frá, sérstaklega Bandaríkjamenn. Ætlar þetta fólk að bæta ferðaþjónustunni tjónið?“

Hannes deilir með færslunni frétt Mbl.is af fækkun ferðamanna.

Þar er rætt við  Boga Nils Boga­son, for­stjóra Icelanda­ir og Kristó­fer Oli­vers­son, fram­kvæmda­stjóra Center hót­ela og formann Fyr­ir­tækja í hót­el- og gistiþjón­ustu (FHG). Þeir segja báðir að er­lend­ur frétta­flutn­ing­ur af jarðhrær­ing­um á Reykja­nesskaga hafi haft sitt að segja hvað varðar versnandi bókunarstöðu. Bogi nefnir einnig hátt verðlag hér á landi. Í fréttinni er ekkert minnst á mótmæli.

Umrædd mótmæli hafa farið fram undanfarinn misseri meðal í því skyni að þrýsta á að Palestínumenn sem hafa fengið dvalarleyfi hér á landi á grundvelli fjölskyldusameiningar fái að koma til landsins. Nokkrir tugir þeirra hafa nú þegar komist til landsins með hjálp bæði sjálfboðaliða og íslenskra stjórnvalda.

Mótmæli hafa hins vegar haldið áfram við þinghúsið en Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur gagnrýnt þau harðlega og talið þau meðal annars bera vott um vanþakklæti:

Sjá einnig: Ásmundur ósáttur við stanslaus mótmæli við Alþingishúsið – Herferð hafin gegn fjölskyldufyrirtæki dómsmálaráðherra

Það kemur ekki fram í færslu Hannesar hvaða fréttir hann er að vísa í. Þegar leitað er að fréttum um mótmæli til stuðnings Palestínumönnum á Íslandi eru þær nýjustu frá því í fyrri hluta febrúar síðastliðins, fyrir utan áðurnefnda frétt DV sem er um vikugömul.

Í umræðum á Facebook ber ekki mikið á hugleiðingum um tengsl á milli mótmæla og fækkunar ferðamanna.

Í Facebook-hópnum Bakland ferðaþjónustunnar, þar sem meðal meðlima eru margir aðilar í ferðaþjónustugeiranum, hefur ekki borið mikið á slíku en þeim mun meira rætt um villandi fréttaflutning erlendra fjölmiðla af jarðhræringunum á Reykjanesskaga. Þau sem tekið hafa þátt í umræðum í hópnum um þetta viðfangsefni telja mörg hver víst að margir sem hafi verið í þeim hugleiðingum að ferðast til Íslands hafi hætt við, eftir að hafa dregið þær ályktanir af fréttaflutningi að allur Reykjanesskaginn væri hættusvæði.

Stjórnvöld hafa einnig ákveðið að hefja átak á vegum Íslandsstofu til að leiðrétta villandi fréttaflutning af jarðhræringunum.

Ekki hefur heldur borið mikið á umræðum undanfarið um mótmæli í Facebook hópum fyrir ferðamenn sem hafa ferðast til Íslands eða hyggjast gera það. Til að mynda hefur ekkert verið rætt síðustu vikur um mótmæli í Facebook hópnum Reykjavik Iceland Travel & Vacation. Í þeim hópi deila ferðamenn meðal annars ráðleggingum hver til annars vegna Íslandsferða eða óska eftir upplýsingum og hagnýtum ráðum.

Eins og lesendur vita flestir þá eru netheimar ansi viðamiklir og því alls ekki útilokað að einhvers staðar sé rætt um mótmæli á Íslandi og að hingað sé þar af leiðandi ekki heppilegt að ferðast. Heldur er ekki hægt að útiloka að einstaklingar hafi rekist á slíkar fréttir og breytt ferðatilhögunum sínum í kjölfarið.

Eins og áður segir hefur hins vegar ekki mikið borið á umræðum um slíkt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni

Lögregla kölluð út vegna tjaldbúða í miðborginni
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“

Fordæmalaus staða gæti komið upp á gosstöðvunum á Reykjanesskaga – „Þetta er fyrsta skiptið sem við sjáum svona“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar