fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Skildi nautgripina sína eftir til að deyja

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 19. mars 2024 17:00

Héraðsdómur Austurlands á Egilsstöðum. mynd/Pjetur Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Austurlands hefur sakfellt mann sem ákærður var fyrir brot á lögum um velferð dýra með því að hafa í einhvern tíma, á tímabilinu frá árinu 2021 fram til 18. nóvember 2022,  misboðið og vanrækt á stórfelldan hátt að fóðra nautgripi sína og gefa þeim vatn. Maðurinn hýsti nautgripina á búi sínu. Hann var einnig sakaður um að hafa hvorki tryggt að nautgripirnir fengju læknismeðferð né að þeir væru aflífaðir og að hafa yfirgefið nautgripina og skilið þá eftir bjargarlausa, með þeim afleiðingum að 7 nautgripir drápust og lágu dauðir og afskiptalausir í útihúsi á bænum í all nokkurn tíma.

Upphaf málsins er rakið í dómnum til 18. nóvember 2022. Þá barst lögreglunni á Höfn, sem er hluti af Lögreglunni á Suðurlandi, tilkynning frá dýralækni um að borist hefðu upplýsingar um dauða nautgripi í útihúsi á býli mannsins. Dýralæknirinn fór á vettvang ásamt lögreglumönnum. Þar hittu þeir fyrir manninn sem vísaði strax á dauðu nautgripina. Um var að ræða tvö naut, tvær kýr, kvígu og tvo kálfa.

Myndir af dauðu nautgripunum voru meðal gagna málsins en á þeim mátti sjá að þeir voru í tveimur stíum. Meðal annarra gagna var skýrsla dýralæknisins frá 22. nóvember 2022 þar sem kom fram að gripirnir virtust skinhoraðir þótt erfitt væri að meta það þar sem þeir hefðu legið dauðir.

Nóg vatn en ekki fóður

Sama dag og umrædd skýrsla var lögð fram svipti Matvælastofnun manninn tímabundið heimild til að hafa og sjá um dýr. Í kjölfarið var hann kærður til lögreglu.

Við yfirheyrslur hjá lögreglu greindi maðurinn frá því að nægjanlegt vatn hefði verið hjá gripunum en að hann hefði ekki sinnt fóðrun þeirra nægjanlega vel haustið 2021. Að auki hefði hey sem hann fóðraði gripina á verið lélegt að gæðum. Til viðbótar hefðu komið til veikindi hjá gripunum, en vegna eigin aðstæðna hefði hann ekki haft rænu á að kalla eftir aðstoð. Gripirnir hefðu því að lokum drepist hver af öðrum í nóvember 2021.

Miðað við þessi orð hafa gripirnir verið dauðir í heilt ár þegar lögreglan og dýralæknirinn komu á staðinn.

Það er niðurstaða Héraðsdóms Austurlands að sakfella beri manninn fyrir að tryggja ekki velferð nautgripanna og að tryggja þeim ekki læknisþjónustu og nægilegt fóður. Hann var hins vegar sýknaður af þeim ákærulið að hafa ekki tryggt þeim nægilegt vatn.

Brot mannsins þóttu stórfelld og því þótti hæfilegt að dæma hann í þriggja mánaða fangelsi. Dómurinn er hins vegar skilorðsbundinn þar sem maðurinn átti fram að þessu engan sakaferil að baki. Honum verður einnig óheimilt í fimm ár að hafa nautgripi í sinni umsjá, versla með þá eða sýsla með öðrum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala