fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Strákarnir á Ottó N Þorlákssyni gefa starfsmannasjóðinn til Grindvíkinga

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 9. febrúar 2024 13:45

Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni Mynd: Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni hefur ákveðið að láta starfsmannasjóð áhafnarinnar renna í söfnun Rauða Krossins fyrir Grindvíkinga. Skorar áhöfnin á félaga sína á Dala Rafn að leggja söfnuninni lið og skora síðan á aðra áhöfn og svo koll af kolli.

„Eins og landsmenn vita, þá hefur mikið gengið á, í og við Grindavík, vegna eldsumbrota þar í kring. Rauði kross Íslands hefur sett af stað söfnun fyrir fólkið sem þar býr, við algjöra óvissu. Það er engan veginn hægt að setja sig í spor þeirra er hafa þurft að yfirgefa heimili sín í Grindavík,“ segir í færslu á Facebook-síðu áhafnarinnar.

„Áhöfnin á Ottó N Þorlákssyni hefur því ákveðið að leggja til það fé sem er í starfsmannasjóði áhafnarinnar í söfnun Rauða Krossins. Þetta eru 600.000 krónur sem við afhendum með glöðu geði og skorum á aðrar áhafnir þessa lands að leggja eitthvað til í þessa söfnun. Upphæðin skiptir ekki öllu máli, frekar að taka þátt og leggja eitthvað til í málefnið.

Við vitum að félagar okkar hjá Ísfèlaginu, strákarnir á Dala Rafn, hafa styrkt gott málefni og því skorum við á þá að leggja eitthvað til í þessa söfnun. Við skorum svo á strákana á Dala Rafn að skora á aðra áhöfn og svo koll af kolli.

Bestu kveðjur frá Áhöfninni á King Ottó“

Finna má upplýsingar um söfnun Rauða krossins hér.

Augljóst er að gjafmildi og gott hjartalag einkennir strákana því í fyrra gáfu þeir Hollvinasamtökum Hraunbúða í Vestmannaeyjum 500.000 krónur. Um þá gjöf sögðu þeir: „Okkur finnst mjög mikilvægt að það sé hugsað vel um eldri borgarana okkar með því að bjóða þeim upp á allskonar afþreyingu. Þetta fólk hefur rutt brautina fyrir okkur hin sem yngri erum og byggt upp þetta þjóðfélag. Við þurfum að leggja okkur fram um að hugsa vel um þau, sýna þeim virðingu og passa uppá að þau gleymist ekki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum