fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Ívar segir að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. febrúar 2024 20:37

Ívar Hlynur Ingason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem ættleiddur var hingað til lands frá Sri Lanka á níunda áratugnum, Ívar Hlynur Ingason, telur að sér hafi verið rænt af fæðingardeildinni eftir að móður hans var byrlað svefnlyfi. Segist Ívar hafa sannanir fyrir þessu.

RÚV greinir frá.

Ívar vill að íslensk stjórnvöld skoði ættleiðingar frá landinu á 9. áratugnum betur og axli ábyrgð á þeim mannréttindabrotum sem framin hafi verið, að hluta með þeirra blessun. Víða í Evrópu hafa komið upp mál fólks sem ættleitt var til Evrópu frá Sri Lanka á síðari hluta 20. aldar.

Ívar og fleiri einstaklingar sem ættleiddir voru frá Sri Lanka til Íslands hafa farið fram á að íslensk stjórnvöld axli ábyrgð á sínum þætti í málum þeirra og brotum gegn blóðættingjum þeirra.

„Ég vildi bara fá almennilega rannsókn á þessu. Þetta snýst ekki um einhverjar skaðabætur eða eitthvað. Bara að fá viðurkenninguna á því að það áttu sér stað einhver gígantísk mistök, vanræksla eða hvað sem það er,“ segir Ívar í viðtali við RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt