fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Segir að Rússar noti gervihnetti Elon Musk

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. febrúar 2024 04:25

Teikning af gervihnöttum Starlink. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir hermenn, sem berjast í Úkraínu, nota Starlink gervihnetti Elon Musk til að eiga í samskiptum sín á milli og til að stýra drónum.

Þetta sagði Kyrylo Budanov, yfirmaður leyniþjónustu úkraínska hersins, í samtali við bandaríska dagblaðið The Wall Street Journal. Hann sagði að Rússar hafi notað gervihnettina um hríð en Starlink er í eigu milljarðamæringsins Elon Musk sem á einnig samfélagsmiðilinn X, Tesla og SpaceX.

Budanov sagði að rússnesk fyrirtæki í einkaeigu hafi keypt aðgang að kerfinu í gegnum milliliði, þar á meðal í fyrrum lýðveldum Sovétríkjanna. Hann sagði að rússneskar hersveitir noti gervihnettina til samskipta í fremstu víglínu.

Úkraínumenn nota sjálfir þessa gervihnetti. Á síðasta ári sögðu úkraínsk yfirvöld að herinn, sjúkrahús, fyrirtæki og hjálparsamtök noti um 42.000 Starlink gervihnetti til samskipta. Bandaríkjaher hefur aðstoðað Úkraínumenn við að greiða kostnaðinn sem hlýst af notkun gervihnattanna.

Starlink hefur sagt að fyrirtækið stundi ekki viðskipti við Rússland en fyrirtækið hefur ekki svarað spurningum Reuters um hvort fyrirtækið geti vísað því á bug að Rússar noti gervihnettina.

Sérfræðingar telja að það geri Úkraínumönnum erfitt fyrir við að hlusta á fjarskipti Rússa ef þeir nota Starlink-gervihnetti til fjarskipta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu