fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Diljá hissa á konum sem segja henni að þegja yfir því að karlmaður hafi ógnað henni

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 14:00

Diljá Mist - Mynd/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Diljá Mist Einarsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokksins var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar ræddi hún frekar atvik sem varð fyrir stuttu þegar ókunnur karlmaður veittist að henni þegar hún var að aka út úr bílakjallara Alþingishússins. Hún lýsir furðu sinni yfir viðbrögðum sumra sem gert hafi lítið úr atvikinu og þá sérstaklega þeim konum sem hafi beinlínis sagt henni að vera ekki að tala um þetta.

Atvikið var í meginatriðum þannig að karlmaðurinn henti einhverju, líklega klaka, í bíl Diljár og öskraði á hana að fokka sér. Diljá segir að hún hafi upplifað ógn af hálfu mannsins en lögreglan stöðvaði hann á endanum.

Hún segir að hún hafi ekki upplifað slíkt áður:

„Þarna var farið yfir mörk gagnvart mér sem ég hef ekki lent í áður.“

Hún viðurkennir fúslega að hún hafi verið skelkuð:

„Maður á ekkert að vera feiminn að viðurkenna það.“

Í sumum athugasemdum í netheimum hefur borið á því að fólk geri lítið úr þessari reynslu þingmannsins og velt því upp að aðstæður Palestínumanna sé langtum verri:

„Mér finnst það svolítið merkileg skilaboð.“

Diljá segir að það virðist skipta máli hver það er sem verði fyrir þeirri reynslu að farið sé yfir mörk viðkomandi sem sé með því ógnað og upplifi hræðslu í kjölfarið.

„Langt síðan að sú lína var dregin í sandinn“

Diljá vísar í umræður sem geisað hafa um að í rökræðum verði að gæta sjálfsagðrar kurteisi og að það eigi ekki að líðast að konum sé ógnað af karlmönnum:

„Ég vissi ekki að við værum búin að snúa til baka í þessum málum. Ég vissi ekki að við værum að segja við konur sem fullorðnir menn eru að ógna að þær eigi að þegja yfir því af því að það séu aðrir sem hafa það verr.“

Diljá segir að hún hafi heilt yfir fengið góð viðbrögð og stuðning eftir frásögn hennar af atvikinu.

„Fólk áttar sig á því að það er verið að veitast að mér út af mínum störfum, mínum skoðunum jafnvel meintum skoðunum eða hvað maður á að kalla það. … Auk þess sem við líðum það ekki í þessu samfélagi að karlmenn telji sig geta veist svona að konum. Það er svo langt síðan að sú lína var dregin í sandinn.“

Þess vegna segist Diljá vera sérstaklega hissa yfir athugasemdum frá konum sem geri lítið úr atvikinu og beini því til hennar að vera ekki að tala um þetta opinberlega:

„Að ég eigi ekkert að vera að tala um þetta af því fólk hafi það svo slæmt út í heimi. Mér finnst það köld skilaboð frá mínum kynsystrum.“

Hún segir atvikið tilefni til að skoða hvort íslenskt samfélag sé komið á stað sem Íslendingar vilji ekki að það sé á.

Viðtalið í heild er hægt að nálgast hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum