fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fréttir

Karl Sigurbjörnsson fyrrverandi biskup Íslands er látinn

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 12. febrúar 2024 16:55

Útför Karls fer fram frá Hallgrímskirkju í dag.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karl Sigurbjörnsson, fyrrverandi biskup Íslands, er látinn. Frá þessu greinir fjölskylda hans. Karl lést á gjörgæsludeild Landspítalans í morgun, 77 ára að aldri.

Karl var biskup Íslands árin 1998 til 2012. Þar áður hafði hann verið sóknarprestur í Hallgrímsprestakalli frá árinu 1975.

Sjá einnig:

Karl Sigurbjörnsson berst við krabbamein – „Ég hræðist ekki dauðann“

Faðir Karls var Sigurbjörn Einarsson sem var biskup Íslands frá árinu 1959 til 1981. Karl var fæddur árið 1947 í Reykjavík, sjötti af átta systkinunum þeirra Sigurbjörns og Magneu Þorkelsdóttur.

Hann var vígður árið 1973 og hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Þjóðkirkjuna og Prestafélag Íslands.

Eftirlifandi eiginkona Karls er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir. Þau eiga þrjú börn og átta barnabörn.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þekkir þú þennan mann? Lögreglan vill ná af honum tali

Þekkir þú þennan mann? Lögreglan vill ná af honum tali
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ívar Örn fékk hjartastopp við handtöku og lamaðist varanlega – „Uppgjöf er ekki til í minni orðabók“

Ívar Örn fékk hjartastopp við handtöku og lamaðist varanlega – „Uppgjöf er ekki til í minni orðabók“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Þetta pirrar Pútín“

„Þetta pirrar Pútín“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rúmlega 300 kíló en svona lítur hann út í dag

Var rúmlega 300 kíló en svona lítur hann út í dag