fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Lögnin fór í sundur – Verður kalt á Suðurnesjum

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 09:16

Reykjanesbær.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjáveitulögnin sem lögð var til að bæta heitavatnslögnina sem rofnaði í eldgosinu fór í sundur um klukkan hálf ellefu í gærkvöld. Ekkert heitt vatn berst lengur til Suðurnesja.

Að sögn HS Orku laskaðist hún væntanlega við hraunrennslið í gærmorgun. Seint í gærkvöld þegar aukið var við vatnsdælingu rofnaði hún endanlega.

„Staðsetningin er undir miðju hrauni, á þeim kafla þar sem það er þykkast, og því útilokað að ráðast í viðgerðir þar,“ segir í tilkynningunni.

Undirbúningur að því að leggja nýja lögn er hafinn og koma Almannavarnir að því ferli. Þetta mun taka einhverja daga og er ekki hægt að nefna tímasetningar í því samhengi.

„Brýnt er að fylgja leiðbeiningu almannavarnar og HS Veitna varðandi viðbrögð í þessum erfiðu og krefjandi aðstæðum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun