fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fréttir

Gefur biskupsefnum einkunnir – „Alltof flæktur í óleyst mál. Ekki góður kostur“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 10. febrúar 2024 20:30

Séra Skírni líst ekki jafn vel á alla frambjóðendur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmargir prestar hafa gefið kost á sér fyrir biskupskosninguna nú í vor eða þá að þeir hafa verið nefndir til leiks. Að lokum verður valið úr þremur tilnefndum kandídötum.

Séra Skírnir Garðarsson, sem hefur verið gagnrýninn á margt innan Þjóðkirkjunnar, skrifar einkunnagjöf sína á þeim biskupskandídötum sem fram eru komnir eða hafa verið nefndir til leiks í aðsendri grein í Mannlífi í vikunni. Fá menn afar misjafna einkunn hjá séra Skírni, sem lenti upp á kant við núverandi biskup og var sagt upp störfum árið 2020.

 

Séra Bjarni Karlsson, í einkarekstri – 6,5

„Alþýðlegur kandídat, með vissa fjarlægð frá biskupsstofu og stjórnsýslu f.v. biskups. Það er jákvætt. Full hallur undir daður þjóðkirkjunnar við strauma samtímans, og  ekki líklegur til stórræða, en þó almennt frambærilegur.“

 

Séra Elínborg Sturludóttir, Dómkirkjan – 8,5

„Samkvæm sjálfri sér og traustur kandidat, prestur við Dómkirkjuna, sem er plús. Yrði góður biskup, en hefur kannski komist full létt áfram sakir trausts tengslanets. Hefur þó næga fjarlægð gagnvart meintum spillingarmálum innan þjóðkirkjunnar, en kannski full litla reynslu í mannauðsmálum. En samt: Meðmæli frá mér.“

 

Séra Guðmundur Karl Brynjarsson, Lindakirkja – 9,5

„Biblíutrúr kandídat með feiknarlekt bakland safnaðarfólks síns í Kópavogi, höfðar til breiðra þjóðfélagshópa og er ótengdur fráfarandi starfsliði biskups. Yrði góður biskup, þá eitthvað yrði hann að minnka við sig á grasrótinni til að geta sinnt hinu há embætti. Ég mæli með honum.“

 

Séra Guðrún Karls Helgudóttir, Grafarvogskirkja – 5,0

„Dugleg og frambærileg, en mætti sýna breiðari skilning á prestsembættinu. Að mínu mati fulltrúi kvennaguðfræði, sem ég aðhyllist ekki mjög. Eðlilegt framboð góðs kandídats.“

 

Séra Helga Soffía Konráðsdóttir, Háteigskirkja – 3,0

„Ekki líkleg til neinna stórræða.“

 

Séra Kristján Björnsson, vígslubiskup Skálholti – 0,0

„Alltof flæktur í óleyst mál. Ekki góður kostur.“

 

Séra Ninna Sif Svavarsdóttir, Hveragerðiskirkja – 7,25

„Fínn frambjóðandi, en full ung í starfi. Dugleg í félagsmálum. Vinsæl og farsæl. Töff framboð.“

 

Séra Svavar Alfreð Jónsson, Akureyrarkirkja – 8,0

„Fínn kostur, allt gott kemur hvort eð er að norðan, sagði einhver. Næg fjarlægð frá spillingu og veseni. Farsæll kandídat. Mjög fjölhæfur prestur með margvísleg tengsl.  Meðmæli mín.“

 

Niðurstaða séra Skírnis er að honum lítist best á séra Guðmund, séra Elínborgu og séra Svavar til þess að verða tilnefnd með séra séra Ninna er fjórði kostur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram

Skemmdarverk unnin í nótt: Franska lestarkerfið lamað rétt áður en opnunarhátíð Ólympíuleikanna fer fram
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni

Tilkynnt um ungan dreng með hníf við Hagkaup í Skeifunni
Fréttir
Í gær

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“

Guðmundur segir Ísland orðið of dýrt: „Þessi háa verðlagning er að koma í bakið á okkur núna“
Fréttir
Í gær

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?

Lögregla kölluð út vegna ágreinings um kött – Hver átti hann?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti hjólreiðamann sem féll fram af kletti við Jökulsárgljúfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun

Fjársöfnun hafin til stuðnings fjölskyldu Sigurðar – Tvö fötluð börn hans þurfa mikla ummönnun