fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Marinó leggur til að eigendur atvinnuhúsnæðisins axli ábyrgð og kaupi húsið sem það skyggir á

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 20:30

Marinó leggur orð í belg um vegginn umdeilda í Árskógum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsrýnirinn og ráðgjafinn Marinó G. Njálsson leggur til að eigendur hins umdeilda atvinnuhúsnæðis við Árskóga kaupi fjölbýlishúsið sem það skyggir á. Grundvallarregla sé að ganga ekki á rétt annarra umfram það sem maður er sjálfur til í að sætta sig við.

„Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál vegna deilu um tré í garði nágrannans. Deilt er um hve há trén mega vera án þess að þau hamli því að nágrannarnir geti „notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis“,“ segir Marinó í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Annað mál, með ekki ósvipuðum rökum, er í umræðunni þessa dagana. Þ.e. íbúar í Búsetahúsnæði við Árskóga í Reykjavík fengu óvæntan nágranna í formi veggs, sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Íbúarnir hafa einmitt borið því fyrir sig að þeir geti ekki lengur notið réttinda svo sem „sólar, birtu og útsýnis“, en Veggurinn hefur svipt þeim þessu öllu.“

Sýnist Marinó að í máli nágrannana í Kópavogi sem deili um hæð trjáa felist einnig niðurstaða í því hve langt sé hægt að ganga í að byggja atvinnuhúsnæði sem skyggir á íbúðarhúsnæði næstu lóðar.

„Ég legg hins vegar til, að eigendur atvinnuhúsnæðisins kaupi fjölbýlishúsið og leysi málið því á farsælan hátt,“ segir Marinó. „Þeir geta síðan flutt þangað sjálfir, þar sem ljóst má að þeir eru algjörlega sáttir við að hafa grænan fimm hæða vegg við hliðina á svölunum sínum. Séu þeir hins vegar ekki sáttir við að fá hvorki birtu né útsýni í húsnæði sínu, hvernig datt þeim í hug, að íbúum í fjölbýlishúsinu væru sáttir við það? Það er algjör grundvallarregla, að ganga ekki á rétt annarra umfram það sem maður er sjálfur til í að sætta sig við.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg

Gæsluvarðhald framlengt yfir grunuðum kynferðisbrotamanni á Múlaborg
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“

Tölurnar koma ekki vel út fyrir Ísland – „Gengur ekki svona“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““

Íris giftist plastpokakarli og sat í súpunni við skilnaðinn – „Ég heyri bara kommentin „Þú hefðir bara átt að velja þér betri mann““
Fréttir
Í gær

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við

Tíðindin í Tekjublaðinu: Sigríður hæstlaunaðasti lobbýistinn og óvæntur bankastarfsmaður sló bankastjórum við
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu