fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Marinó leggur til að eigendur atvinnuhúsnæðisins axli ábyrgð og kaupi húsið sem það skyggir á

Kristinn H. Guðnason
Miðvikudaginn 18. desember 2024 20:30

Marinó leggur orð í belg um vegginn umdeilda í Árskógum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samfélagsrýnirinn og ráðgjafinn Marinó G. Njálsson leggur til að eigendur hins umdeilda atvinnuhúsnæðis við Árskóga kaupi fjölbýlishúsið sem það skyggir á. Grundvallarregla sé að ganga ekki á rétt annarra umfram það sem maður er sjálfur til í að sætta sig við.

„Hæstiréttur hefur ákveðið að taka fyrir mál vegna deilu um tré í garði nágrannans. Deilt er um hve há trén mega vera án þess að þau hamli því að nágrannarnir geti „notið þeirra réttinda sem þau almennt mættu búast við að fasteignum þeirra fylgi, svo sem sólar, birtu og útsýnis“,“ segir Marinó í færslu á samfélagsmiðlum í dag. „Annað mál, með ekki ósvipuðum rökum, er í umræðunni þessa dagana. Þ.e. íbúar í Búsetahúsnæði við Árskóga í Reykjavík fengu óvæntan nágranna í formi veggs, sem enginn kemst yfir nema fuglinn fljúgandi. Íbúarnir hafa einmitt borið því fyrir sig að þeir geti ekki lengur notið réttinda svo sem „sólar, birtu og útsýnis“, en Veggurinn hefur svipt þeim þessu öllu.“

Sýnist Marinó að í máli nágrannana í Kópavogi sem deili um hæð trjáa felist einnig niðurstaða í því hve langt sé hægt að ganga í að byggja atvinnuhúsnæði sem skyggir á íbúðarhúsnæði næstu lóðar.

„Ég legg hins vegar til, að eigendur atvinnuhúsnæðisins kaupi fjölbýlishúsið og leysi málið því á farsælan hátt,“ segir Marinó. „Þeir geta síðan flutt þangað sjálfir, þar sem ljóst má að þeir eru algjörlega sáttir við að hafa grænan fimm hæða vegg við hliðina á svölunum sínum. Séu þeir hins vegar ekki sáttir við að fá hvorki birtu né útsýni í húsnæði sínu, hvernig datt þeim í hug, að íbúum í fjölbýlishúsinu væru sáttir við það? Það er algjör grundvallarregla, að ganga ekki á rétt annarra umfram það sem maður er sjálfur til í að sætta sig við.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“