fbpx
Sunnudagur 08.desember 2024
Fréttir

Ferðamaður veltir fyrir sér að sleppa því að borga sekt – „Svona viðhorf valda því að fólk fer að hata ferðamenn“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 18:00

Maðurinn var á um 100 kílómetra hraða og fékk sekt. Mynd/Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur ferðamaður fékk sekt fyrir að keyra of hratt á Íslandi. Á samfélagsmiðlum veltir hann því fyrir sér hvort það hafi nokkrar afleiðingar fyrir hann ef hann sleppir því að borga sektina.

„Ég fékk tölvupóst um að ég hefði fengið sekt upp á rúmlega 120 dollara fyrir að keyra á 61 mílu á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 55 mílur,“ segir ferðamaðurinn í færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. Snarað þýðir þetta að hann hafi fengið rúmlega 16 þúsund króna sekt fyrir að keyra á 98 kílómetra hraða á klukkustund þar sem hámarkshraðinn var 90.

„Hvað gerist ef ég sleppi því að borga sektina?“ spyr hann. „Allir sem ég hef talað við um þetta segja að það gerist ekkert ef ég sleppi því að borga.“

Í þræðinum stendur ekki á svörunum. Nefna sumir að líklega muni bílaleigan rukka kreditkortið og leggja aukagjald ofan á það. Þetta sé lenskan víða í Evrópu til dæmis.

Höfða til sómakenndar

Í athugasemdum reyna sumir að höfða til sómakenndar ferðamannsins umrædda. Ferðamenn eigi að taka ábyrgð á eigin akstri og borga sínar sektir. Það sé hluti af því að sýna landinu virðingu.

„Þú keyrðir hættulega, þú varst gómaður. Borgaðu fjárans sektina og lærðu að stíga léttar á bensíngjöfina,“ segir einn. „Svona viðhorf valda því að fólk fer að hata ferðamenn og þetta eyðileggur ferðamannastaði.“

Sektin muni elta hann um alla Evrópu

Margir velta fyrir sér hvað geti gerst. Það er hvort reikningurinn fari á bílaleiguna og kostnaðurinn hækki. Hvort viðkomandi hafni þá á svörtum lista hjá bílaleigunni og megi aldrei aftur leigja þaðan bíl, ekki aðeins á Íslandi heldur á öllu evrópska efnahagssvæðinu. Það er þar sem evrópskar handtökuskipanir gilda. Sektin muni elta ferðamanninn bandaríska ef hann stigi aftur á evrópska grundu.

Sjá einnig:

Tímamótadómur í Hæstarétti – „Búið sé að gera öll bílastæði í landinu gjaldfrjáls fyrir þá sem eru á bílaleigubílum“

Hafa ber hins vegar í huga að samkvæmt nýföllnum dómi Hæstaréttar, máli Brimborgar gegn Rekstrarfélagi Hafnartorgs, þurfa bílaleigur ekki að greiða kostnað sem fellur á leigutaka þeirra og þurfa ekki að gefa stjórnvöldum upp upplýsingar um þá.

Borgaði sektina að lokum

Segist ferðamaðurinn hafa keyrt í gegnum „tollahlið.“ Á hann þá væntanlega við að hann hafi náðst á eftirlitsmyndavélar. Kvartar hann yfir því að það hafi ekki verið nein skilti til að gera honum viðvart um þetta, eins og í Bandaríkjunum.

„Ég veit að þetta eru ekki Bandaríkin. En ég fór víst í gegnum tollahlið (ég vissi ekkert hvar það var) og vegna þess að ég borgaði ekki fyrir fram fékk ég aukagjald fyrir að borga ekki strax,“ segir hann. Segir hann harma það að bílaleigur upplýsi ferðamenn ekki um svona.

„Ég borgaði þessa sekt,“ segir hann að lokum.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“

Ólafur varar við samstarfi við Ingu Sæland – „Krefst árásar á félagsmenn lífeyrissjóða“
Fréttir
Í gær

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“

Hannes gagnrýnir Þórdísi Kolbrúnu harðlega: „Ég veit ekki á hvaða ferðalagi hún er“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025

Tónlistarflytjendurnir sem fá listamannalaun 2025
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“

Gunnar Smári hefur ekki trú á að stjórnarmyndunin takist – „Ég býst við að Samfylkingarfólk sé að vakna upp við þessa stöðu núna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag

Örvæntingarfull leit að lottóvinningshafa – Milljarðar renna honum úr greipum á laugardag
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni

Nýr meðferðargangur opnaður á Litla Hrauni