fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hafnarfjarðarbær lokar „bílakirkjugarðinum“ við kirkjugarðinn

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 10:30

Sumir bílarnir hafa verið geymdir númeralausir mánuðum saman við kirkjugarðinn. Myndir/aðsendar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hafnarfjarðarbær hefur brugðist við óánægju íbúa í Hvömmum við því að stórum ökutækjum og vinnuvélum, jafn vel númerplötulausum sé lagt í stæðið við kirkjugarð bæjarins. Eldur kviknaði í mannlausum vörubíl fyrir skemmstu.

DV fjallaði um málið fyrir viku síðan. Það er að íbúar væru orðnir þreyttir á stórum bílum og vinnuvélum sem lagt væri við kirkjugarðinn. Sumir bílarnir hefðu staðið þarna óhreyfðir mánuðum saman. Garðurinn væri að breytast í bílakirkjugarð. Kveikjan að umræðum var að vörubíll brann til kaldra kola á stæðinu en vegna þess að slökkvilið brást skjótt við var komið í veg fyrir að eldurinn breiddist út í nærliggjandi bíla.

Sjá einnig:

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Málið var tekið fyrir í umhverfis og framkvæmdaráði bæjarins í gær, miðvikudag, og samþykkt að loka á möguleikann að leggja atvinnutækjum og dráttarkerrum á stæðinu.

Þetta verður gert með því að setja merki sem segir: Bannað að leggja ökutækjum, loka svæðið af með stóru grjóti eða einhverju sambærilegu og að breyta deiliskipulagi kirkjugarðsins þannig að setning sem segi að heimilt sé að leggja stórum bifreiðum á afmarkað svæði verði tekin út.

Á fundinum var einnig samþykkt að grætt verði upp svæðið á milli Hvammabrautar og kirkjugarðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“

Borgarfulltrúi Framsóknar segir að krafan um bílastæði sé eðlileg – „Reykjavík er ekki Kaupmannahöfn eða Osló“
Fréttir
Í gær

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót

Uppnám í Hafnarfirði – Félagi eldri borgara úthýst um næstu áramót
Fréttir
Í gær

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Í gær

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“

„Meiri lífsgæði og betri heilsa – tækifærin leynast alls staðar“
Fréttir
Í gær

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum

Fyrrverandi fallhlífarhermaður fyrir dóm vegna morða sem áttu sér stað fyrir rúmum 50 árum
Fréttir
Í gær

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“

„Bleika slaufan hefur alltaf snert við mér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni

Furðar sig á því að geta fengið íslenskt vodka á lægra verði í Bandaríkjunum en í Fríhöfninni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“

„Ég er með fullt af skoðunum sem stangast á við skoðanir þessa gaurs“