fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Fjölskylda í sárum eftir stórþjófnað í nótt – Tóku bíl sonarins og hreinsuðu verðmæti úr bíl fjölskylduföðurins

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 25. nóvember 2024 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú þjófnað sem fjölskylda í Þverási varð fyrir í nótt.

Þjófarnir óku á brott gráum Toyota Auris með númerið FE-H23 en hann er í eigu 17 ára unglings. Í bílnum var Lenovo-fartölva piltsins og allar skólabækurnar hans.

Einnig var farið inn í bíl föður unga mannsins og teknir þaðan mikilvægar lyklar og tæki.

Halla Þórðardóttir, eiginkona og móðir þeirra sem urðu fyrir þjófnaðinum, hefur óskað eftir mögulegum gögnum úr myndeftirlitskerfum frá svæðinu, ef einhver luma á slíku. Fjölskyldan er með Ring-myndeftirlitsbúnað en vélarnar náðu ekki að nema brotið.

„Þetta er gríðarlegt tjón fyrir okkur. Fyrir utan að tekinn er heill bíll 17 ára unglings þá fara skólagögnin hans með og fartölva heimilisins. Síðan er það allt sem þeir tóku úr bíl mannsins míns. Það hefur ýmistlegt dunið á okkur síðastliðin ár og hjá okkur heggur svona fjárhagslegt tjón djúpt,“ segir Halla í samtali við DV.

Aðspurð segist Halla hafa verið í sambandi við lögreglu vegna málsins. Þeir sem kunna að hafa upplýsingar um málið eru beðnir um að senda Höllu skilaboð í gegnum Facebook-síðu hennar.

Meðfylgjandi er mynd af bílnum sem var stolið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“