fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
Fréttir

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 21. nóvember 2024 21:00

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrafnhildur Bridde, löggiltur fasteignasali og fyrrverandi eigandi HB fasteigna slf, sem nú er gjaldþrota rétt eins og Hrafnhildur sjálf, hefur verið ákærð fyrir fjárdrátt, en til vara umboðssvik, vegna millifærslna sem nema samtals 115.646.285 kr.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu undir höndum en þar kemur fram að Hrafnhildur er sökuð um að hafa dregið sér, í 34 tilvikum, af fjárvörslureikningi í Íslandsbanka, sem hún var með vegna starfa sinna sem löggiltur fasteignasali og eigandi HB fasteigna. Viðskiptavinir fasteignasölunnar lögðu fjármunina inn á fjárvörslureikning Hrafnhildar vegna sölu á sjö fasteignum. Hrafnhildur er sögð hafa misnotað aðstöðu sína þar sem hún hafði ráðstöfunarheimild yfir vörslufjárreikningnum og nýtt fjármunina ýmist í þágu annarra og ótengdra viðskiptavina fasteignasölunnar, í þágu fasteignasölunnar sjálfri og í eigin þágu.

Segir í ákærunni að þetta framferði Hrafnhildar hafi leitt til verulegrar fjártjónshættu fyrir viðskiptavinina sem áttu þessa peninga.

Sem fyrr segir voru millifærslurnar ólöglegu 34 talsins og voru þær gerðar á tímabilinu 6. desember 2020 til 19. desember árið 2021. Tengdust brotin viðskiptum með fasteignir í Hveragerði, Þorlákshöfn og Mosfellsbæ.

Hrafnhildur og HB fasteignir slf. voru úrskurðuð gjaldþrota þann 23. febrúar árið 2022.

Málið gegn Hrafnhildi verður þingfest við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 26. nóvember næstkomandi.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“

Ömmu bjargað frá aftökusveitinni – „Ef þið viljið skjóta mig, skjótið mig. Klárið það bara“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins

Tveir til viðbótar handteknir vegna morðsins á barnaníðingnum Ian Watkins
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu

Karlmaður fór í hart eftir að hafa verið synjað um frí í kvennaverkfallinu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili

Stappi vegna keilu„frátekta“ á bílastæðum lokið í bili