fbpx
Miðvikudagur 06.nóvember 2024
Fréttir

Sveitarstjóri Múlaþings lýsir áhyggjum af afnámi tolla á skemmtiferðaskip – Hvert skip skilar 4 milljónum í kassann

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 4. október 2024 15:30

Björn Ingimarsson óttast áhrif afnáms tollfrelsis skemmtiferðaskipa á hringferðum um landið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjóri Múlaþings hefur áhyggjur af áformum yfirvalda um að afnema tollfrelsi skemmtiferðaskipa sem eru á hringsiglingu um landið. Þetta gæti þýtt að hringsiglingar hætti alveg en þær skipta hafnir sveitarfélagsins miklu. Hver koma afli sveitarfélaginu 4 milljónir króna.

Þetta segir Björn í aðsendri grein.

Í greininni segir Björn áform stjórnvalda um afnám tollfrelsis á skemmtiferðaskip sem eru í hringsiglingu stærstu áskorunina fyrir hafnir Múlaþings. Breytingin á að taka gildi um áramót. Um er að ræða minni skemmtiferðaskip og eru komur þeirra um helmingur af öllum skipakomum hafna sveitarfélagsins.

„Skipafélögin hafa gefið það út að ef tollfrelsið verði afnumið geti komið til þess að þau þurfi að hætta hringsiglingum sem bitnar mest á höfnum landsbyggðarinnar, þar á meðal höfnum Múlaþings,“ segir Björn. Á þessu ári séu þetta 127 komur sem gætu dottið út, á Seyðisfirði, Djúpavogi og Borgarfirði eystri.

Björn nefnir að áhersla hafi verið lögð á það að setja þak á fjölda skipafarþega. Þessu hafi verið fagnað af íbúum, skipafélögum, þjónustuaðilum og gestum.

„Fólk þarf því ekki að hafa áhyggjur af átroðningi. Þetta hefur i kjölfarið stuðlað að því að draga úr álagi á samfélagið og náttúru svæðisins og stuðlar vitaskuld líka að enn frekari dreifingu ferðamanna um landið,“ segir Björn.

Fjárfestingar þegar gerðar

Nefnir hann að komur skemmtiferðaskipa skipti atvinnulífið máli og að fjárfestingar hafi verið gerðar til að bæta aðstöðuna. Til dæmis framkvæmdir á bryggjunni á Seyðisfirði.

„Einhverjar áhyggjur hafa verið uppi um mengun vegna skipanna, vel er verið að fylgjast með því og safna gögnum með inngildingu Seyðisfjarðarhafnar í EPI kerfinu. Stefnt er að því að tengja Norrænu við rafmagn á næsta ári sem er mikilvægt og umhverfisvænt framfaraskref,“ segir Björn. „Þróun hafna Múlaþings heldur því áfram með það að markmiði að skapa sjálfbæra framtíð fyrir ferðaþjónustu á Austurlandi.“

60 prósent í hættu

Eins og áður segir á tollafrelsið að vera afnumið 1. janúar næstkomandi. Björn segir að þá verði 60 prósent af þegar bókuðum komum í hættu.

„Útgerðir  minni skipanna eru nú þegar farnar að leita á önnur mið vegna þessa ef marka má samtöl við útgerðirnar nýlega. Einhver hafa nú þegar afbókað komu sína á næsta ári. Eitt alvarlegasta dæmið um hvernig bókanir eru í hættu er Celebrity Cruises árin 2026 – 2028, en þau hafa bókað um 80 komur til Seyðisfjarðar og Djúpavogs, þar yrði tekjutapið um 320 milljónir eða rúmar 100 milljónir á ári frá þessu eina skipafélagi sem ætlar að gera út hringsiglingar þessi ár. Hver koma skilar 4 milljónum í hafnarkassann samkvæmt verðskrá ársins í ár,”  segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás

Fluttur á bráðamóttöku eftir líkamsárás
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“

„Ég hélt að ég myndi ekki sjá hann aftur á lífi“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært

Ágreiningur í VG um aðild Íslands að NATO: Svandís vill út en Finnur segir það ekki tímabært
Fréttir
Í gær

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“

Kona á Vesturlandi óttaðist um líf sitt þegar eiginmaðurinn beindi að henni haglabyssu – „Ég kvaddi börnin mín í huganum“
Fréttir
Í gær

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur

Pólitískir fangar unnu fyrir IKEA og nú hefur fyrirtækið ákveðið að greiða bætur
Fréttir
Í gær

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi

Umfangsmikil lögregluaðgerð í Sólheimum – Kona í miklu ójafnvægi með barn og hníf í hendi
Fréttir
Í gær

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Í gær

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum