fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Ákærður fyrir kynferðislega áreitni í Reykjavík og uppsveitum Árnessýslu – „Finndu hvað ég er harður fyrir þig“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 22. október 2024 12:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag, þann 22. október, var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness mál sem héraðssaksóknari hefur höfðað gegn manni fyrir kynferðislega áreitni.

Um er að ræða tvö tilvik sem varða sömu konunni á árinu 2022. Samkvæmt ákæru átti annað tilvikið sér stað í Reykjavík þar sem maðurinn er sakaður um að hafa tekið utan um konuna og farið ítrekað með hönd sína ofan í rassvasa á buxum hennar og þannig snert rass hennar utanklæða.

Hitt tilvikið átti sér stað í uppsveitum Árnessýslu. Ákærði er það sagður hafa sett hönd sína á læri og klofsvæði konunnar, utan klæða, og stuttu síðar tekið í hönd hennar og sett hana á kynfæri sín, utan klæða, og sagt: „Finndu hvað ég er harður fyrir þig.“ Síðar sama kvöld, inni í fellihýsi sínu, er maðurinn sakaður um að hafa tekið utan um konuna og kysst hana tungukossi.

Héraðssaksóknari krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Konan krefst tveggja milljóna króna í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag

Ólafur: „Við vissum að eitthvað hræðilegt hafði gerst“ – Þetta er það sem særir enn í dag
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“

Dagur segir að enginn tali um bleika fílinn – „Þessa þögn verður að rjúfa“