fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Rannsókn hætt á meintu misferli Vítalíu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. október 2024 19:30

Vítalía Lazareva Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hætt rannsókn á fyrrverandi starfsmanni Lyfju sem var kærður til lögreglu fyrir tilefnislausar uppflettingar í lyfjagátt haustið 2021. Nútíminn greinir frá þessu  og hefur fengið staðfest í tölvupósti frá embættinu.

Starfsmaðurinn sem var kærður er Vítalía Lazareva. Hún vakti landsathygli árið 2021 er hún steig fram í viðtali í hlaðvarpi Eddu Falak og sakaði þjóðþekkta athafnamenn um kynferðislega áreitni í heitum potti í sumarbústað.

Hún kærði mennina síðar fyrir áreitni og þeir kærðu hana fyrir tilraun til fjárkúgunar. Þau mál voru einnig felld niður.

Varðandi uppflettingarnar í lyfjagátt hefur Nútíminn einnig fengið svör frá Persónuvernd varðandi aðkomu embættisins að málinu: „Þar segir að Persónuvernd hafi lokið frumkvæðisathugun sinni með ákvörðun þann 27. júní 2023. Sú ákvörðun hefur ekki litið dagsins ljós fyrr en nú en í henni kemst stofnunin að þeirri niðurstöðu að embætti landlæknis hefði ekki gert viðeigandi tæknilegar og skipulagslegar ráðstafanir til að tryggja vðunandi öryggi persónuupplýsinga i lyfjaávísanagátt. Lagði stofnunin fyrir embættið að slíkt yrði gert í því skyni að varna gegn óheimilum aðgangi að persónuupplýsingum úr lyfjaávísanagátt,“ segir í frétt Nútímans.

Sjá nánar hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“