fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Rússneskur hermaður kom heim og drap fyrrum unnustu sína – Hún móðgaði Pútín

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2024 05:32

Ivan Polunin. Mynd:Telegram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dæmdir glæpamenn, sem hafa verið sendir til að berjast í Úkraínu, snúa aftur heim og valda ótta og skelfingu meðal almennings. Eitt nýjasta dæmið um slíkt er Ivan Polunin sem drap barnsmóður sína fyrir framan 13 ára dóttur þeirra eftir að hann sneri heim úr stríðinu.

Novaja Gazeta skýrir frá þessu og segir að Polunin hafi nýlega verið dæmdur til að afplána níu og hálfs árs dóm í þrælkunarbúðum fyrir morðið.

Polunin, sem er 41 árs, hlutaði lík konunnar í sundur og henti hlutum af líkinu í ruslatunnu. Áður en hann var sendur til Úkraínu hafði hann hlotið dóm fyrir brot á fíkniefnalöggjöf landsins.

Hann fékk heilahristing í byrjun árs 2024 og var þá sendur heim til sín í bænum Sasykoli, sem er í sunnanverðu Rússlandi.

Þrátt fyrir að vera kominn heim fór hann næstum aldrei úr einkennisbúningi sínum og ræddi mikið um „þá hræðilegu atburði“ sem hann hafði upplifað í fremstu víglínu.

Fyrir dómi sagðist hann hafa ætlað að kynnast 13 ára dóttur sinni en hann hafði ekki séð hana síðan hún fæddist. En móðir hennar var ekki hrifin af því.

Hún sagði að hann hefði ógnað henni og að hún vildi ekki að dóttir þeirra umgengist föður sinn. En Polunin virti þetta að vettugi og hélt áfram að heimsækja stúlkuna. Síðan fór allt úr böndunum dag einn þegar móðir hennar fann stúlkuna heima hjá Polunin. Til deilna kom á milli foreldranna og sagði Pounin fyrir dómi að konan hefði „móðgað Vladímír Pútín og hermenn sem berjast í Úkraínu“.

Að lokum greip hann hníf og stakk hana ítrekað eftir að hafa árangurslaust reynt að sannfæra hana um að Rússar væru að „verja ættjörðina fyrir ágengum Vesturlöndum“. Hann hlutaði líkið síðan í sundur og geymdi suma hlutana bak við verslun en öðrum henti hann í ruslatunnu.

Dómstólinn virti það honum til refsilækkunar að hann hafði barist í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“