fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Kristján Berg segir borgina halda fyrirtæki sínu í gíslingu – „Núna er ég kominn með nóg“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 17. október 2024 13:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Berg Ásgeirsson, oft kenndur við verslunina Fiskikónginn, segir að Reykjavíkurborg haldi fyrirtæki hans, heitirpottar.is, í gíslingu.

Kristján hefur að undanförnu verið að vinna að því að taka athafnasvæði fyrirtækis síns við Fossháls í gegn og einn liður í því er setja upp steyptan vegg við lóðarmörkin.

Kristján segir frá þessu í færslu og myndbandi sem hann birti á Facebook-síðu sinni nú eftir hádegi en þar lýsir hann því að markmiðið sé að gera svæðið aðlaðandi og snyrtilegt.

Kristján lýsir því að hann sé búinn að fá byggingarleyfi til að byggja 120 sentímetra háan steyptan vegg.

Fiskikóngurinn allt annað en sáttur við Reykjavíkurborg – „Valdníðsla og hroki“

„Ég bað um að færa vegginn um 100 cm, upp að lóðarmörkum, alveg nákvæmlega eins og er hjá Össur (sjá myndband). En borgin þarf að hugsa það í margar vikur hvort hún leyfi mér að framkvæma þetta. En Össur er með samþykktan alveg eins vegg,” segir Kristján sem spyr hvort ekki eigi það sama gilda að fyrir alla.

„Á meðan blæðir mitt fyrirtæki. Ég bað minn mann um að athuga þetta. Svarið sem hann fékk: Við tökum okkar tíma í þetta. Hvurslags meðferð er þetta eiginlega, og hvurslags svar!!! Það eru komnar 4 -5 vikur í seinkun á þessari framkvæmd og veturinn er að ganga í garð. Það er allt sundurgrafið hér, ætti að vera kominn fallegur veggur og allt snyrtilegt,” segir Kristján og vandar borgarstjórn ekki kveðjurnar.

„Samfylkingin stjórnar borginni, eruð þið 100% sátt með þá stjórnun? Ef þið eruð að hugsa um að kjósa þann flokk, þá eruð þið að fá svona stjórnun og seinagang yfir ykkur, nema bara svona stjórnun fyrir allt landið. Ekkert hugsað um fyrirtækin í landinu. Ef það er ákvörðunarfælni að færa steyptan vegg um nokkra sentimetra, hvað gerist þá í stóru málunum,“ spyr hann.

„Núna er ég kominn með nóg af þessum slóðahætti. Það er ekki nóg að tala fallega, það þarf að fylgja eftir og framkvæma og hugsa um fyrirtækin í landinu. PUNKTUR. Guð blessi ykkur. Passið að kjósa rétt. Ég bíð bara ennþá eftir svari frá þessu konungs-fólki sem stjórnar hjá borginni. Eina sem ég á nóg til af, og þar eru allir jafnir, það er tími.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Talaði Trump af sér?

Talaði Trump af sér?
Fréttir
Í gær

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur

Pólski forsætisráðherrann segir að friðarviðræður hefjist hugsanlega í vetur
Fréttir
Í gær

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“

Óprúttnir netglæpamenn herja á ferðaþjónustufyrirtæki – „Þeir kaupa þjónustu með fölskum kortanúmerum“
Fréttir
Í gær

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir

Gamla góða Cocoa Puffs aftur á leið í verslanir
Fréttir
Í gær

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“

Ólafur Ágúst spyr hvort Vernd sé einkarekið fangelsi í dulbúningi – „Ákveðin tegund þrælahalds“
Fréttir
Í gær

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu

Selenskíj varpar ljósi á það hversu margir úkraínskir hermenn hafa fallið í stríðinu