fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Brotaþoli sagði Snapchatperra að „fokka sér“- Dæmdur fyrir að senda unglingsstúlku urmul af typpamyndum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðjudaginn var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir manni sem ákærður var fyrir kynferðislega áreitni og barnaverndarlagabrot, fyrir að senda stúlku, sem virðist hafa verið 17 ára er brotið var framið, fjölmargar ljósmyndir af getnaðarlimi sínum í gegnum samskiptaforritið Snapchat.

Upphaf málsins samkvæmt lögregluskýrslu er að brotaþoli kom á lögreglustöð á árinu 2022 til að tilkynna um aðila sem hefði sent henni nektarmyndir í gegnum
samskiptaforritið Snapchat. Brotaþoli sagði aðilann, sem hún kvaðst ekki þekkja, hafa sent sér vinabeiðni í nokkur skipti áður en hún hefði samþykkt að gerast vinur hans á Snapchat. Brotaþoli kvaðst hafa byrjað að fá myndirnar í byrjun desember og byrjað að taka skjáskot af myndunum fyrir 8 dögum en hún væri með 16 myndir í síma sínum af getnaðarlim mannsins og honum nöktum. Síðasta mynd hefði borist henni þann 10. janúar 2022.

Brotaþoli kvað aðspurð aðilann hafa spurt hvaða módel hún væri, hvar hún byggi og hvort hún vildi koma út að borða með sér ef hann kæmi í heimabæ hennar. Aðspurð kvaðst brotaþoli hafa sagt honum að „fokka sér“ er hann óskaði eftir nektarmyndum af henni og ekki hafa upplýst hvar hún byggi.

Tekin var önnur lögregluskýrsla af brotaþola þann 18. janúar 2022 þar sem hún greindi til viðbótar við það sem áður hafði komið fram, að á einhverjum myndanna hefði
verið texti þar sem hann hefði spurt hvaða módel hún væri og að hún hefði sagt í lok desember að hún væri fædd á tilteknu ári, en hún ætti ekki skjáskot af þeim myndum.

Brotaþoli kvaðst hafa fengið sendar um 20 til 30 myndir í heildina.

Neitaði sök

Maðurinn neitaði sök við rannsókn lögreglu og fyrir dómi. Málsvörn hans snerist um neitun á því að hann væri eigandi þess Snapchat-reiknings sem um ræðir. Sagðist hann einnig hafa verið símalaus á hluta þessa tímabils sem hann átti að hafa sent stúlkunni myndirnar. Hann gekkst hins vegar við því að nektarmyndirnar sem stúlkan fékk sendar væru af honum en hann sagðist hafa vistað þær á síma sínum. Í niðurstöðu dómsins segir:

„Framburður ákærða um að hafa hvorki þekkt brotaþola né hafa sent henni nektarmyndir hefur verið staðfastur. Sama máli gegnir um framburð ákærða varðandi
það að hafa ekki stofnað notandann „[…]“ á Snapchat. Hins vegar hefur framburður ákærða varðandi það að hann hafi ekki getað sent myndirnar vegna símaleysis, breyst mikið og aukist eftir því sem liðið hefur á málsmeðferðina. Framburður ákærða varðandi aldur þriggja mynda hefur einnig breyst.“

Enn fremur segir:

„Er það mat dómsins að í framburði ákærða bæði hjá lögreglu og fyrir dómi felist innbyrðis ósamræmi enda breyttist frásögn hans varðandi þá síma sem hann hefði áður átt eftir því sem leið á skýrslutöku hjá lögreglu eins og rakið hefur verið að framan auk þess sem framburður ákærða fyrir dómi um að hafa verið símalaus frá 10. desember 2021 til febrúar 2022, er í aðalatriðum í ósamræmi við það sem ákærði greindi frá í lögregluskýrslu.“

Taldi dómari fullsannað að maðurinn hefði sent stúlkunni þessar myndir.

Hinn ákærði er fæddur árið 1996 og var því 24 ára þegar brotin voru framin. Svo virðist vera sem stúlkan hafi verið 17 ára, upplýsingar um aldur hennar hafa verið afmáðar úr dómnum en þó virðist koma fram að hún sé fædd árið 2004. Maðurinn var sakfelldur og talinn hafa gerst brotlegur annars vegar við 199. grein almennra hegningarlaga ,sem er eftirfarandi:

„Hver sem gerist sekur um kynferðislega áreitni skal sæta fangelsi allt að 2 árum. Kynferðisleg áreitni felst m.a. í því að strjúka, þukla eða káfa á kynfærum eða brjóstum annars manns innan klæða sem utan, enn fremur í táknrænni hegðun eða orðbragði sem er mjög meiðandi, ítrekað eða til þess fallið að valda ótta.“

Hins vegar gerðist maðurinn sekur um brot við 3. mgr. 99. gr. barnaverndarlaga, sem er eftirfarandi:

„Hver sem sýnir barni yfirgang, ruddalegt eða ósiðlegt athæfi, særir það eða móðgar skal sæta sektum eða fangelsi allt að tveimur árum.“

Maðurinn hefur ekki áður verið dæmdur fyrir brot. Var hann dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að greiða stúlkunni 250 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Í gær

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“