fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Sonja berst fyrir að fóstursonur hennar verði ekki fluttur úr landi – „Hjarta mitt er í mol­um“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 15. október 2024 11:30

Oscar og Sonja Mynd: Aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára gamall drengur var sóttur í Flensborg í gær af tveimur óeinkennisklæddum lögregluþjónum og hefur hann verið í haldi lögreglunnar síðan. Í dag stendur til að fylgja honum og föður hans úr landi til Kólumbíu. Íslensk fósturmóðir drengsins telur að drengnum sé mikil hætta búin verði hann fluttur úr landi, ofbeldi af hálfu föðurs hans, glæpagengi eða dauði bíði hans í heimalandinu. 

„Oscar er yndislegur drengur, hvers manns hugljúfi. Fallegur að utan sem innan. Hann er einn þægilegasti unglingur sem ég hef kynnst. Allir sem kynnast honum elska hann. Hann hefur búið hjá okkur með samþykki og vitneskju barnaverndar, útlendingastofnunar og lögreglunnar frá því í maí. Þar á undan var hann alla daga hjá okkur til að verða miðnættis.

Við sendum inn óskir í júní um að fylla út fósturumsóknarpappíra og að fá þær upplýsingar sem fylgja því ferli. Við fengum ekkert svar. Hann er sem sagt búinn að vera hjá okkur en við ekki með neinn rétt á einu eða neinu. Hann hefur alfarið verið upp á okkur kominn og við séð um hann eins og hann væri okkar eigin sonur, “ seg­ir Sonja Magnús­dótt­ir í samtali við DV.

Oscar Andres Flor­ez Boca­neg, 16 ára drengur frá Kolumbíu, hefur búið hjá henni og eiginmanni hennar, Svavari Jóhannssyni, eigenda Fitness Sport, frá því í vor og hafa þau haft fullan hug á að verða fósturforeldrar hans. Drengnum kynntist fjölskyldan í gegnum son hjónanna en þeir eru bekkjarbræður í Flensborg.

„Hjarta mitt er í mol­um, ég er með barn í hönd­un­um sem fékk hug­rekki til að standa upp gegn of­beld­is­mann­in­um föður sín­um. Oscar öðlaðist trú á því að ís­lensk yf­ir­völd hjálpuðu hon­um, en þau héldu bara áfram að beita hann of­beldi. Það má sem sagt berja börn sem ekki hafa ís­lenska kenni­tölu,“ seg­ir Sonja í viðtali við Morgunblaðið í dag. Segir hún ís­lensk barna­vernd­ar­yf­ir­völd og lög­reglu hafa vitn­eskju um ofbeldið sem faðir Oscars beitir hann en ætla eigi að síður að senda hann úr landi. 

Kom til landsins fyrir tveimur árum

Í viðtalinu við Morgunblaðið segir Sonja sögu Oscars, sem kom hingað til lands­ins fyr­ir tveim­ur árum ásamt föður sínum og tveimur systrum. Önnur þeirra hefur síðan flutt aftur heim og fer þar huldu höfði undir öðru nafni. 

„Hann hef­ur verið meira og minna hjá okk­ur í heilt ár og að lok­um var hann far­inn að vera hérna fram und­ir miðnætti og þá fór mig að gruna að ekki væri allt með felldu heima hjá hon­um, hann var greini­lega log­andi hrædd­ur við að fara þangað. Hann kom hérna ósof­inn og svaf hérna þrjá tíma á dag, hann sagði okk­ur ekk­ert og við héld­um bara að hann hefði áhyggj­ur af því að það ætti að senda fjöl­skyld­una hans heim.“ 

Varð vitni að ofbeldi föðurins

„Okk­ur var að lok­um tekið að gruna að Oscar væri beitt­ur and­legu of­beldi, við vor­um að reyna að hjálpa fjöl­skyld­unni og þar kom að við sáum að faðir hans gerði grín að hon­um og nídd­ist á hon­um,“ seg­ir Sonja og nefn­ir dæmi um mis­kunn­ar­leysi föður­ins. „Hann gerði grín að hon­um, sagði að hann væri aum­ingi og eng­inn vildi hann,“ rifjar Sonja upp og seg­ir enn frem­ur frá því þegar faðir­inn sparkaði af al­efli, nán­ast víta­spyrnu­sparki, í son sinn í and­dyri hót­els í Hafnar­f­irði í viðurvist fjölda vitna.

Lögreglan var kölluð á vettvang og segir Sonja að lögreglan hafi rætt við föður Oscars og lög­regla og barna­vernd­ar­nefnd lofað Oscari að málið yrði skoðað. Sonja hafi fengið leyfi þeirra og Útlend­inga­stofn­un­ar til að fara með Oscar heim með sér og hann hafi búið hjá fjölskyldunni síðan í maí.“ 

Í júní óskuðu hjónin eftir því skriflega til barnaverndanefndar að fá pappíra til umsóknar um að verða fósturforeldrar Oscars. 

„Því var ekki svarað. þetta er svo galið. Og það sem stend­ur upp úr af okk­ar hálfu í þessu máli er að það má berja barn á Íslandi ef það er ekki með ís­lenska kenni­tölu,“ seg­ir Sonja.

Lögmaður lagði fram kæru á föður Oscars í júlí

Fjölskyldan hafði sam­band við Vil­hjálm Hans Vil­hjálms­son lög­mann sem lagt hef­ur fram beiðni um frest­un flutn­ings Oscars úr landi. Í viðtalinu á Mbl kemur fram að yf­ir­völd í Kólumbíu hafa gefið það út að þau geti ekki tryggt Oscari hinum unga nokkra vernd.

„Vilhjálmur lögmaður lagði inn kæru í byrjun júlí á hendur föður hans fyrir Oscars hönd vegna ofbeldisins sem hann hefur verið beittur. Hann hefur farið í skýrslutöku, og það er opin kæra og opið barnaverndarmál í gangi. Það er algerlega óumdeilanlegt að hann hafi verið beittur ofbeldi af föður sínum bæði andlegu og líkamlegu. Hann hefur fengið ítarlegt greiningarviðtal upp á Barnaspítala þar sem þessar grunsemdir komu skýrt fram ásamt fleiri áföllum. Þar var lagt að hann kæmist undir hendur læknis sem gæti haft eftirlit með honum,“ segir Sonja í samtali við DV.

Eins og fram kemur í Morgunblaðinu hefur Vilhjálmur lagt fram beiðni um frest­un flutn­ings Oscars úr landi. „Faðir hans beitti hann miklu of­beldi svo sem áður hef­ur verið upp­lýst. Fór svo að faðir af­salaði sér for­sjá hans. Brott­vís­un hans nú fæli í sér að barnið væri gegn vilja for­sjáraðila fært til ann­ars lands. Barna­vernd Hafn­ar­fjarðar hef­ur ekki samþykkt brott­flutn­ing barns­ins sem það fer með for­sjá yfir,“ skrif­ar Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður fyrir hönd Oscars. 

„Hér með er farið fram á að brott­vís­un barns­ins verði taf­ar­laust frestað og málið end­ur­skoðað í sam­ræmi við fyrri bréf und­ir­ritaðs.“

Föðurnum settir afarkostir í Kólumbíu

Faðir­inn rak veit­inga­hús í Kól­umb­íu og þarfn­ast slík starf­semi ekki ein­vörðungu leyfa frá heil­brigðis­eft­ir­liti og öðrum op­in­ber­um stofn­un­um held­ur þarf einnig að greiða svokölluð vernd­ar­gjöld fil mafíunnar.

„Þarna eru glæpa­gengi og til er plagg frá aðal­rit­ara friðar­málaráðuneyt­is Kól­umb­íu sem staðfest­ir að ráðuneytið geti ekki verndað þessa fjöl­skyldu og þau eru þar nafn­greind,“ seg­ir Sonja og bæt­ir því við að faðir Oscars hafi greitt vernd­ar­gjöld­in meðan hann gat. Þegar hann gat ekki lengur greitt, hafi mafían sett hon­um þá afar­kosti að annaðhvort greiddi hann eða sonurinn Oscar yrði tek­inn af hon­um og hann annaðhvort drep­inn eða gerður út sem barna­skæru­liði í und­ir­heima­stríði kól­umb­ískra eit­ur­lyfja­gengja.

„Þetta er svo lygi­legt að maður veit varla hvað maður á segja, þetta er bara eins og maður sé að segja frá ein­hverri bíó­mynd,“ segir Sonja.

Segir hún Oscar hafa verið kvíðinn frá því í ágúst því daglega átti hann von á að lögreglan kæmi að sækja hann.  „Í lok ág­úst var föðurn­um til­kynnt að þeim yrði vísað úr landi með átta tíma fyr­ir­vara, þeir ættu bara að vera með til­bún­ar pakkaðar tösk­ur. Og síðan í ág­úst er þetta hrein­lega búið að vera hel­víti á jörðu, hver dag­ur snýst um hvort lög­regl­an sé að fara að banka upp á á miðnætti,“ seg­ir Sonja. Segir hún að henni hafi verið sagt að lögreglan myndi ekki handtaka börn hjá lækni eða í skóla. 

 „Þannig að ég skutlaði hon­um í skól­ann í [gær]morg­un þrátt fyr­ir að ég hefði ein­hverja vonda til­finn­ingu varðandi dag­inn. Svo mæta tveir óein­kennisklædd­ir lög­reglu­menn í skól­ann til hans, í Flens­borg, þegar hann er á kló­sett­inu og þeir sækja hann inn á kló­sett,“ seg­ir Sonja.

„Svo segja all­ar þess­ar stofn­an­ir bara, sama hver það er, „ja, ég er bara að fram­fylgja skip­un­um, ef ég fæ boð um eitt­hvað annað breyt­ist það“, all­ir eru að firra sig ábyrgð og að lok­um tek­ur eng­inn ábyrgð á mál­inu,“ held­ur Sonja áfram.

Lög­regl­an hafi svo hringt í hana og til­kynnt henni að Oscar sé í haldi henn­ar. Er henni tjáð að hún geti fengið að tala við dreng­inn en ekki hitta hann. „Hann kall­ar mig ís­lensku mömm­una sína,“ seg­ir Sonja.

Segir hún að til standi að flytja þá feðga út á flugvöll klukkan 13 í dag, þriðjudag.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“