fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Sextán ára handtekinn fyrir að miða „skammbyssu“ að lögreglumanni

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 12. október 2024 10:30

Löggan hafði í nógu að snúast í nótt.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán ára drengur var handtekinn í miðborg Reykjavíkur í gærkvöldi fyrir að miða skammbyssu að lögreglumanni. Var hann færður á lögreglustöðina þar sem foreldrar hans sóttu hann. Reyndist byssan vera eftirlíking af skammbyssu.

Þetta kemur fram í skýrslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Nokkur erill var hjá lögreglunni í gærkvöld og nótt. Meðal annars þurfti að sinna tveimur mönnum sem höfðu slasað sig á rafskútu, báðir augljóslega undir áhrifum áfengis. Annar datt af skútunni í miðborginni og fékk skurð á höfuðið. Hinn datt af skútu í Hafnarfirði og fékk einnig skurð á höfuðið. Voru þeir báðir fluttir á bráðamóttöku til skoðunar.

Þá var tilkynnt um líkamsárás í Kópavogi. Ekki er hins vegar vitað hver réðist á fórnarlambið í því tilviki.

Einnig var nokkuð um ölvun, fíkniefnanotkun og umferðarlagabrot, meðal annars að einstaklingar voru sektaðir fyrir að tala í síma án þess að nota handfrjálsan búnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“