fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Fréttir

Starfsmaður dæmdur fyrir þjófnað á 300 þúsund krónum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. október 2024 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt konu í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað. Konan var ákærð fyrir að hafa, sem starfsmaður í ónefndu fyrirtæki, tekið með leynd ófrjálsri hendi 305 þúsund krónur úr sjóðsvélum. Notaði konan peninginn í eigin þágu.

Konan játaði brot sitt skýlaust fyrir dómi en hún hefur samkvæmt sakavottorði ekki áður sætt refsingu.

„Með hliðsjón af sakarefni málsins og með vísan til skýlausrar játningar ákærðu fyrir dómi þykir refsing ákærðu hæfilega ákveðin fangelsi í 30 daga. Eftir atvikum þykir mega fresta fullnustu refsingarinnar og skal hún falla niður að liðnum tveimur árum frá birtingu þessa dóms að telja,“ segir í niðurstöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“
Fréttir
Í gær

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat

Fundu skaðleg efni í pólsku skyri sem auglýst er sem íslenskt – Sveppaeitur og klórat
Fréttir
Í gær

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“

Ekki sátt við það sem hún sá í sundi um helgina – „Mér finnst þetta ógeðslegt!“
Fréttir
Í gær

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás

Handtekinn eftir húsbrot og líkamsárás