fbpx
Miðvikudagur 09.október 2024
Fréttir

Hæstiréttur neitar að taka mál barnaníðings sem braut á systur sambýliskonu sinnar – Sagðist hafa ný Snapchat gögn

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 1. október 2024 21:30

Hæstiréttur sagði gögnin ekki breyta niðurstöðunni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands hefur hafnað beiðni dæmds barnaníðings um áfrýjunarleyfi. Maðurinn sagðist hafa fram að færa nýjar upplýsingar um mál sitt af Snapchat.

Maðurinn var dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Vestfjarða þann 9. janúar árið 2023 en sá dómur var þyngdur í fimm ár 7. júní síðastliðinn í Landsrétti.

Var maðurinn sakfelldur fyrir nauðgun og ítrekuð kynferðisbrot gegn systur sambýliskonunnar frá því hún var 13 ára gömul til 16 ára. Meðal annars að hafa sett fingur inn í leggöng hennar og þuklað á brjóstum hennar, bæði þegar hún var vakandi og sofandi.

Önnur brot lutu að því að hann hafi áreitt stúlkuna kynferðislega á samfélagsmiðlinum Snapchat, sent henni myndir af kynfærum sínum og fengið hana til að senda nektarmyndir af sér.

Játaði fyrir foreldrunum

Maðurinn var kærður árið 2022 og játaði hann brot sín að sumu leyti fyrir dómi. Sagðist hann hafa fengið þráhyggju fyrir stúlkunni og brotin hefðu verið spennulosun fyrir hann.

Sjá einnig:

Barnaníðingur í fimm ára fangelsi – Sagðist hafa fengið þráhyggju fyrir litlu systur sambýliskonu sinnar

Í vitnaleiðslum kom fram að maðurinn hefði játað brot sín fyrir grandlausum foreldrum stúlkunnar og grátið. Faðirinn sagðist ekki vita mikið um málið og vildi ekki vita mikið því hann óttaðist að hann myndi reiðast mikið og taka það út á manninum. Dótturinni liði illa og hefði orðið fyrir einelti í skólanum. Fyrir utan fangelsisrefsinguna var manninum gert að greiða henni 3 milljónir króna í miskabætur.

Sagði ný gögn komin fram

Í áfrýjunarbeiðni sinni til Hæstaréttar óskaði maðurinn eftir því að ómerkja fyrri dóma. Vísaði hann til þess að eftir uppsögu héraðsdóms hafi komið fram umfangsmikil samskiptagögn af miðlinum Snapchat. Þau gögn séu í samræmi við sinn framburð fyrir lögreglu en í ósamræmi við framburð stúlkunnar.

„Hann telur samskiptagögnin sýna að hann hafi ekki verið látinn njóta þess grundvallarréttar við meðferð málsins í héraði að vera talinn saklaus uns sekt er sönnuð,“ segir í ákvörðuninni.

Hins vegar taldi rétturinn að þessi gögn lúti að atriðum sem hafi almenna verulega þýðingu eða að mjög mikilvægt sé af öðrum ástæðum að fá úrlausn Hæstaréttar um. „Niðurstaða Landsréttar um sakfellingu byggir jafnframt að verulegu leyti á mati á sönnunargildi munnlegs framburðar en það mat verður ekki endurskoðað fyrir Hæstarétti.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Slæmar fréttir fyrir Pútín – Valdamikið fólk í framkvæmdastjórn ESB vill herða stefnuna gagnvart Rússlandi

Slæmar fréttir fyrir Pútín – Valdamikið fólk í framkvæmdastjórn ESB vill herða stefnuna gagnvart Rússlandi
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Komu ökumönnum til aðstoðar í Kömbum

Komu ökumönnum til aðstoðar í Kömbum
Fréttir
Í gær

Prís velur umhverfisvænasta kostinn í kælitækni

Prís velur umhverfisvænasta kostinn í kælitækni
Fréttir
Í gær

Særði blygðunarsemi konu sem horfði út um eldhúsgluggann sinn

Særði blygðunarsemi konu sem horfði út um eldhúsgluggann sinn
Fréttir
Í gær

Kominn á Vernd einu og hálfu ári eftir að hafa drepið mann

Kominn á Vernd einu og hálfu ári eftir að hafa drepið mann
Fréttir
Í gær

Inga fengið nóg og rúmlega það: „Með hreinum ólíkindum hvað við erum fljót að gleyma“

Inga fengið nóg og rúmlega það: „Með hreinum ólíkindum hvað við erum fljót að gleyma“
Fréttir
Í gær

Glímir við veikindi og veltir fyrir sér að flytja til Íslands – „Hvað í ósköpunum ertu að tala um?“

Glímir við veikindi og veltir fyrir sér að flytja til Íslands – „Hvað í ósköpunum ertu að tala um?“
Fréttir
Í gær

Árásir á ísraelsku sendiráðin í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi tengjast „Kúrdíska refnum“

Árásir á ísraelsku sendiráðin í Kaupmannahöfn og Stokkhólmi tengjast „Kúrdíska refnum“