fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Nýja ofurflugskeyti Rússa klikkaði illilega – Aðeins stór gígur eftir

Pressan
Þriðjudaginn 24. september 2024 03:20

Það er bara gígur eftir. Mynd:Maxar Technologies

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gervihnattarmyndir af afskekktum skógi og gíg, sem er 60 metrar í þvermál, í norðurhluta Rússlands sýna að því er virðist afleiðingarnar af misheppnuðu tilraunaskoti með ofurflugskeytið RS-28 Sarmat sem er einnig nefnd Satan-2.

Þetta er mat margra sérfræðinga á sviði gervihnattarmynda og í flugskeytum og kjarnorkuvopnum. Telja þeir að Satan-2 hafi sprungið fyrir mistök fyrir nokkrum dögum og gjöreyðilagt skotsvæðið.

Talið er að þetta hafi gerst einhvern tímann á tímabilinu 19. til 21. september. Rússar hafa ekki tjáð sig um þetta. Ef flugskeytið sprakk í raun og veru, þá er það gríðarleg áfall fyrir Rússa því vopnið á að vera eitt öflugasta vopn þeirra, vopnið sem óvinir landsins óttast mest.

„Það er stór hola í jörðinni,“ sagði Pavel Povig, aðalgreinandi Russian Nuclear Force Project í Sviss, á einföldu máli þegar hann ræddi við Reuters. Hann bætti síðan við að alvarlegur hlutur hafi átt sér stað varðandi flugskeytið og skotstaðinn.

Flugskeytið á að sögn að geta flogið 18.000 kílómetra með allt að 16 kjarnaodda sem geta gjöreytt svæði sem sjö sinnum stærra en Ísland. Tilraunaskotið átti að fylgja í kjölfar beinna og óbeinna hótana Rússa um að beita kjarnorkuvopnum.

Slíkar hótanir hafa færst í aukana að undanförnu vegna mikils þrýstings frá Úkraínumönnum að fá að nota vestræn flugskeyti til árása á rússneskt landsvæði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér