fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fréttir

Þórhallur vill að útideild unglinga verði endurreist: Skilur ekki hvers vegna hún var lögð niður

Ritstjórn DV
Mánudaginn 23. september 2024 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórhallur Heimisson prestur spyr hvort ekki sé kominn tími til að endurreisa útideild unglinga í ljósi ástandsins hér á landi. Þórhallur starfaði sjálfur um tíma í umræddri deild og varpar hann hann hugmyndinni fram í aðsendri grein sem hann skrifar í Morgunblaðið í dag.

Þórhallur rifjar upp að útideildin svokallaða hafi verið starfrækt á vegum Félagsmálastofnunar Reykjavíkur á árunum 1976 til 1996.

„Útideild­in var skipuð vel menntuðu og reyndu starfs­fólki sem fór um göt­ur bæj­ar­ins eft­ir að kvölda tók og hafði sam­band við ung­linga á þeirra for­send­um, þar sem þeir söfnuðust sam­an hverju sinni. Útideild­in var því á ferð um allt höfuðborg­ar­svæðið. „Á þeirra for­send­um“ merk­ir að starfs­fólk úti­deild­ar­inn­ar var ekki á ferð til að „koma upp um eða hand­taka ung­ling­ana“ held­ur til að hjálpa þeim eft­ir mætti, leiðbeina þeim, vera þeim til trausts og halds,“ segir Þórhallur og bætir við að alger trúnaður hafi ríkt á milli starfs­fólks og ung­ling­anna.

„Þetta vissu ung­ling­arn­ir og þess vegna voru tengsl­in yf­ir­leitt góð milli þeirra og starfs­manna deild­ar­inn­ar. Oft björguðu starfs­menn úti­deild­ar ung­ling­um úr öm­ur­leg­um og hættu­leg­um aðstæðum. Á dag­inn rak úti­deild­in opið hús í Tryggvagötu og þangað gátu ung­ling­ar leitað. Þar voru mál­in rædd í trúnaði og þeim bent á aðstoð og úrræði sem á þurftu að halda.“

Þórhallur segir að útideildin hafi þekkt ástandið í bænum vel og það sem kraumaði undir. Starfsmenn hafi getað varað samstarfsaðila við þegar óveðursský ofbeldis voru í uppsiglingu og sömuleiðis hafi þeir átt gott með að meta áhrif aðgerða, eða aðgerðaleysis, borgaryfirvalda á ástandið á götunni.

„Sjálf­ur starfaði ég um tíma í úti­deild­inni og kynnt­ist vel hversu þarft starf þar var unnið.

Af ein­hverj­um ástæðum sem ég hef aldrei skilið var þetta frá­bæra starf lagt niður. Væri ekki ráð, eins og ástandið er núna, að end­ur­reisa úti­deild­ina, svo koma megi ung­ling­um til aðstoðar, veita þeim ráðgjöf, vinna gegn of­beldi göt­unn­ar og kima á friði í „borg ótt­ans“?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér