fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Dularfullt mál á borði lögreglu: Hver sat eiginlega undir stýri?

Ritstjórn DV
Föstudaginn 20. september 2024 07:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í mörg horn að líta í gærkvöldi og í nótt en sex gista fangageymslur eftir nóttina og alls eru 48 mál skráð í kerfum lögreglu á tímabilinu frá 17 í gær til 05 í morgun.

Lögreglumenn á lögreglustöð 4, sem sinnir Grafarvogi, Mosfellsbæ og Árbæ, stöðvuðu bifreið í akstri við almennt umferðareftirlit. Fjórir einstaklingar voru í bifreiðinni og vildi svo einkennilega til að þegar lögregla kom að bílnum til að gefa sig á tal við ökumann sat enginn undir stýri. Þá vildi enginn kannast við að hafa ekið bílnum.

Mennirnir sluppu ekki svo auðveldlega því þeir voru allir handteknir og eru allir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis og/eða ávana- og fíkniefna, sölu og dreifingu fíkniefna og vopnalagabrot.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir

Ísland í hringiðu risastórrar lögregluaðgerðar – 57 handteknir
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta

Ætla að byggja ofan á Sóltún með gamla fólkið inni – Skelfilegur hávaði mun valda heilabiluðu fólki miklum ótta
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins

Þarf að endurgreiða meira en hálfa milljón vegna gróða eiginmannsins
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa

Stálu í matvöruverslun, réðust á starfsmann og létu sig hverfa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki

Ólga vegna uppsagna í Þjóðminjasafninu – mikil reiði hjá hug-og félagsvísindafólki
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“

Fékk inni á gistiheimili en lendir aftur á götunni á morgun – „Ég vona að Sanna hafi ekki verið að segja ósatt“