fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Fréttir

Erlendur ferðamaður gáttaður þegar hann kíkti á heimabankann eftir ferð í Vínbúðina

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. september 2024 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áfengisverð á Íslandi er með því hæsta sem gerist og ekki fyrir hvern sem er að gera sér dagamun með góðu rauðvíni eða hvítvíni.

Ferðamenn sem heimsækja landið hafa einnig tekið eftir þessu og hafa fjörugar umræður átt sér stað í Facebook-hópnum ReykjavikICELAND Travel & Vacation.

Þar birtir ferðamaður mynd af kvittun úr Vínbúðinni frá 20. ágúst síðastliðnum þar sem hann keypti sér 700 ml. flösku af Jameson-viskíi og 12 litlar dósir af Víking gylltum. Fyrir þetta borgaði hann 13.447 krónur.

Um er að ræða nafnlaust innlegg í hópnum en ferðamaðurinn segir að hann hafi rekið upp stór augu þegar hann kíkti inn á heimabankann sinn og sá að hann var rukkaður um 98 dollara fyrir áfengið. Spurði hann hvort þetta gæti staðist.

Meðlimir hópsins voru fljótir að benda honum á að svona væri þetta á Íslandi, áfengi væri mjög dýrt og líklega með því hæsta sem gerist. Eina landið þar sem áfengisverð er hærra sé líklega Noregur.

Einn segist til dæmis kaupa áfengi í fríhöfnum áður en hann heldur til Íslands vegna þess hversu hátt verðið er hér á landi. Benda einhverjir á að verðið í vínbúðunum sé þó ekki ýkja hátt miðað við verðið á veitingastöðum.

„Velkominn til Íslands. Landsins sem er virkilega fallegt en mjög dýrt,“ segir einn í umræðunum og annar bætir við að það sé sniðugt að fara til Íslands ef maður vill skella sér á snúruna og fara í megrun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Potter tekinn við
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum

Lokun líkhússins í Fossvogi blasir við – Þurftu að taka yfirdráttarlán til að skipta um gler í morknum gluggum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf

Bændur mótmæla harðlega breytingum á reglum um ökuskírteini – Allir bændur þurfi að taka meirapróf
Fréttir
Í gær

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“

Borgarstjóri bannaði tónleika Disturbed út af umdeildri mynd – „Fuck Hamas“
Fréttir
Í gær

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“

Móðir Geirs Arnars heitins gagnrýnir mennta- og barnamálaráðherra harðlega – „Barnið mitt dó á ykkar vakt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar

Maður sem hlaut fimm ára dóm fyrir kynferðisbrot starfaði á Heimildinni og var handtekinn þar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi