Rætt er við Salvöru á forsíðu Morgunblaðsins í dag en tilefnið er skelfileg hnífaárás síðastliðið laugardagskvöld þar sem 16 ára piltur réðst að þremur ungmennum með hníf. Ein stúlka í hópnum liggur þungt haldin á spítala eftir árásina.
„Þetta er átakanlegt mál. Þarna eru gerendur og þolendur undir 18 ára aldri og maður er með hugann hjá öllum þessum börnum og fjölskyldunum. Við erum slegin yfir þessum atburðum og þróunin er mikið áhyggjuefni því ofbeldishegðun virðist vera að aukast,“ segir Salvör sem tekur fram að tölur og tilkynningar bendi til þess. Embættið heyri af ofbeldismálum vegna ábendinga sem koma fyrir utan umfjöllun sem ratar í fjölmiðla.
„Einnig hafa ýmsir sem vinna með börnum lýst áhyggjum af stöðunni. Áhyggjur af þessari þróun eru víðar en á Íslandi og við þurfum að taka þetta mjög alvarlega,“ segir Salvör við Morgunblaðið þar sem ítarlega er fjallað um málið.
Ólafur Þór geðlæknir um hnífaárásir: Þetta eru helstu áhættuþættirnir