

Ekki koma nánari upplýsingar fram um málin í skeyti lögreglu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar.
Þá var maður vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar á sölu fíkniefna. Maðurinn var ekki með skilríki á sér og því ekki vitað með vissu hver hann er.
Lögregla stöðvaði svo ökumann eftir að hann mældist á 171 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 80 kílómetrar á klukkustund. Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða.