fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Almennir borgarar í Kúrsk eru bæði auðlind og ný áskorun fyrir Úkraínumenn

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 20. ágúst 2024 22:00

Úkraínskir hermenn í Kursk búnir að taka rússneska fánann niður. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Úkraínumenn hafi gjörbreytt stríðinu við Rússa þegar þeir réðust inn í Kúrsk-héraðið í Rússlandi. Þar eru þeir enn og berjast við rússneska herinn en Úkraínumenn hafa lagt stórt landsvæði undir sig í héraðinu.

Nú eru Úkraínumenn skyndilega komnir í þá stöðu að vera hersetulið í öðru ríki og því fylgja nýjar áskoranir og ábyrgð. Það eru almennir borgarar sem þeir þurfa nú að hugsa um og bera ábyrgð á, þess utan eru almennu borgararnir ákveðin auðlind fyrir Úkraínumenn því þeir geta notað þá í áróðursskyni.

Á þeim svæðum, sem Úkraínumenn hafa á valdi sínu, bera þeir nú ábyrgð á velferð almennra rússneskra borgara að sögn Oleksi Melny, hernaðarsérfræðings hjá úkraínsku hugveitunni Razumkov. Jótlandspósturinn hefur eftir honum að samkvæmt alþjóðalögum sé Úkraína nú hernámsvald og óháð því hversu lengi Úkraínumenn hafa hugsað sér að halda svæðinu, þá hvíli ákveðnar skyldur á herðum þeirra hvað varðar almenna borgara. Þetta gildri bæði um öryggi þeirra og daglegar þarfi.

„Þetta er áskorun en eftir því sem ég heyri þá eru Úkraínumenn nú þegar byrjaðir að veita mannúðaraðstoð á svæðinu með því að dreifa vatni, mat og lyfjum. Fram að þessu hef ég ekki séð neinar traustar frásagnir um að illa hafi verið farið með almenna borgara,“ sagði hann.

Hann sagði að Úkraínumenn hafi ekki enn sem komið er mætt neinni mótspyrnu af hálfu almennra borgara svo heitið geti, hvorki friðsamlegri eða ofbeldisfullri.

Hann sagði að mesta hættan sem steðji að íbúum á herteknu svæðunum í Kúrsk sé frá Rússum en þeir nota 500 kg sprengur og stórskotalið í bardögum við úkraínska innrásarliðið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“