fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Skjálftavirkni svipar mjög til virkninnar dagana fyrir síðasta eldgos – Kvikuhlaup og jafnvel eldgos gæti hafist hvenær sem er

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. ágúst 2024 10:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Veðurstofu Íslands gæti kvikuhlaup og jafnvel eldgos hafist hvenær sem er í Sundhnúksgígaröðinni. Aukning varð í skjálftavirkni um helgina og svipar henni nú mjög til þeirrar virkni sem átti sér stað í aðdraganda síðasta eldgoss í maí. Eins er rúmmál kvikunnar sem hefur nú safnast undir Svartsengi áætlað meira en fyrir síðasta gos.

Meira en 50 skjálftar hafa mælast frá miðnætti og í gær mældust 110 skjálftar. Um er að ræða aukningu dag frá degi en flestir skjálftarnir eru undir 1 að stærð en um helgina mældust þó tveir skjálftar yfir 2, annar þeirra skammt austan við Sýlingarfell og hinn á milli Hagafells og Sýlingarfells. Sá síðarnefndi var 2,5 að stærð sem er stærsti skjálftinn sem hefur mælst á svæðinu frá því að síðasta gosi lauk. Skjálftavirknin nú svipar mjög mikið til skjálftavirkninnar dagana fyrir eldgosið sem hófst 29. maí. Því er áfram líklegt að dragi til tíðinda á Sundhnúksgígaröðinni með kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi.

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“

Talað um afturför í menntamálum: „Það er eins og það megi ekki umbuna fyrir dugnað“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar

Ekkert lát á hrikalegum inflúensufaraldri – Óttast að staðan muni versna enn frekar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“

Kolla hefur samúð með Þórunni: „Getur ekki verið skemmtilegt hlutskipti að vera skyldaður til að hlusta á stjórnarandstöðu landsins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“

„Kaffistofan er ekki endastöð, hún getur verið upphaf að nýju lífi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“

„Ég fór beyglaður út í lífið, með beyglaða sýn á lífið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“

Inga hjólar í Viðskiptablaðið – „Mér leiðast svona falsfréttir og ég hvet ykkur til að vera gagnrýnin“