fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
Fréttir

Mikil eyðilegging í Rússlandi eftir innrás Úkraínumanna í Kursk – Yfirmaður hersins hunsaði aðvaranir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. ágúst 2024 04:03

Eyðileggingin er mikil í Kursk. Skjáskot/X

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom heimsbyggðinni í opna skjöldu þegar Úkraínumenn réðust inn í Kursk-héraðið í Rússlandi á þriðjudag í síðustu viku. En hugsanlega kom innrásin Valery Gerasimov, æðsta yfirmanni rússneska hersins, ekki svo á óvart því hann fékk upplýsingar um að Úkraínumenn hygðust ráðast inn í Rússland, nokkrum vikum áður.

Þetta segir Bloomberg og segir að Gerasimov hafi einfaldlega ákveðið að hunsa þessar upplýsingar. Er þetta haft eftir heimildarmanni sem hefur góð tengsl innan rússnesku ríkisstjórnarinnar.

Innrásin hefur haft mikil áhrif í héraðinu. Rússar hafa flutt tugi þúsunda íbúa á brott og af myndum má ráða að mikil eyðilegging hafi orðið í héraðinu. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hversu margir hafa fallið og særst.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur lýst yfir neyðarástandi í héraðinu.

Bloomberg segir að margir velti nú framtíð Gerasimov fyrir sér og segir að annars vegar sé ólíklegt að honum verði ýtt til hliðar í náinni framtíð en þolinmæði ráðamanna í Kreml varðandi hvernig hann hefur hagað hernaðinum í Úkraínu sé nánast á þrotum og því spurning hvort ekki styttist í að hann verði látinn víkja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta

Sakar Sjálfstæðismenn um hræsni og segir að af öllum lygum stjórnarandstöðunnar sé þessi sú svæsnasta
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“

„Við vorum bara litlir hræddir strákar“
Fréttir
Í gær

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu

Fór inn í kvennabúningsklefa í Sundhöllinni og handlék kynfæri sín fyrir framan stúlku í sturtu
Fréttir
Í gær

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“

Hundur Margrétar lifir enn – „Mér er haldið í hengingaról“
Fréttir
Í gær

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin

Harpa hvetur fólk til að sleppa hamborgarhryggnum um jólin
Fréttir
Í gær

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður

Morðið á Rob Reiner og eiginkonu hans – „Fjölskyldumeðlimur“ yfirheyrður
Fréttir
Í gær

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“

Þegar lífið fer á bið á „bestu árum ævinnar“
Fréttir
Í gær

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“

„Berklar eyddu vonum fólks, eyðilögðu tilhugalíf og ungar fjölskyldur syrgðu“