fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fréttir

Skar í andlit eins og sparkaði í höfuð annars

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 9. ágúst 2024 16:30

Mynd: DV/Maggi gnúsari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungur maður hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir sex fíkniefnalagabrot og fyrir tvær sérstaklega hættulegar líkamsárásir. Í öðru tilfellinu sparkaði maðurinn ásamt öðrum aðilum í höfuð manns sem lá varnarlaus í götunni en í hinu tilfellinu skar hann með hnífi í andlit manns.

Fíkniefnalagabrotin sex voru framin frá júní 2023 og fram í desember sama ár. Í fyrsta tilfellinu var maðurinn einnig ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa piparúða á sér. Í flestum tilfellunum fannst kókaín á manninum en þó í eitt skiptið maríhúana og hass og í annað skipti MDMA.

Fyrri líkamsárásin var framin í apríl síðastliðnum þegar maðurinn í félagi við þekkta aðila veittist að manni fyrir utan veitingastað. Sparkaði hinn ákærði í höfuð mannsins þar sem hann lá í jörðinni meðvitundarlaus með þeim afleiðingum að maðurinn hlaut áverka á höfði. Hversu alvarlegir áverkarnir voru kemur ekki fram í dómnum.

Seinni líkamsárásin var framin í maí síðastliðnum fyrir utan skemmtistað. Þá veittist hinn ákærði að manni og skar í andlit hans með hnífi með þeim afleiðingum að hann hlaut rispu yfir hægra kinnbeini.

Hafi kynnst innilokun

Maðurinn játaði sök í öllum ákæruliðum. Hann hafði áður gerst sekur um brot á umferðarlögum og vopnalögum en það var ekki tillit tekið til þess við ákvörðun refsingar. Samkvæmt dómnum var það hins vegar metið honum til refsiauka að líkamsárásirnar tvær hefðu verið grófar, hættulegar og tilefnislausar. Segir í dómnum að það sé mikil mildi að afleiðingarnar af árásunum hafi ekki orðið alvarlegri en raunin varð.

Játning mannsins og ungur aldur hans var hins vegar metinn honum til málsbóta.

Því þótti Héraðsdómi Reykjavíkur hæfilegt að dæma manninnn í tíu mánaða fangelsi. Af þessum tíu mánuðum eru hins vegar sjö mánuðir og tíu dagar skilorðsbundnir. Vísað er í dómnum til þess að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi í samtals 80 daga vegna brota sinna. Hann hafi þar með kynnst því hvernig sé að vera innilokaður.

Gæsluvarðhaldið er dregið frá óskilorðsbundnum hluta refsingarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“

„Þetta er samfélag sem byggir mann upp“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja

Segir að börnin á Gasa dreymi um að deyja
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“

Kemur útlendingum til varnar og undrast eitt í umgengni íslenskra ferðamanna – „Missi daglega andlitið“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman

Súlunesmálið: Margrét sögð hafa misþyrmt foreldrum sínum klukkustundum saman
Fréttir
Í gær

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins

Arion banki mokgræðir – Hagnaðist um 16,2 milljarða á fyrri hluti ársins
Fréttir
Í gær

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“

Segir nýjasta tölublað Heimildarinnar vera rætna herferð gegn íslenskri ferðaþjónustu – „Þessi atlaga að greininni getur ekki verið tilviljun ein“
Fréttir
Í gær

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram

Afmarka svæði frá hraunjaðrinum – Getur brotist hratt fram
Fréttir
Í gær

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“

Spyr hvers vegna þurfti að reka Verzlingana í burtu – „Kominn tími á að leyfa börnum og ungmennum að lifa lífinu“