fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Terra Einingar kaupir Öryggisgirðingar

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 30. júlí 2024 16:24

Valgeir Baldursson, forstjóri Terra, Þórður Antonsson og Dagný Hrund Gunnarsdóttir, stofnendur Öryggisgirðinga, og Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Terra Einingar ehf., dótturfyrirtæki Terra, hefur fest kaup á öllu hlutafé Öryggisgirðinga ehf, eins og kemur fram í tilkynningu.

Öryggisgirðingar bjóða heildarlausnir á girðingum, hliðum og aðgangskerfum fyrir stofnanir, fyrirtæki, heimili og sumarhús. Fyrirtækið er þekkt á markaði fyrir gæða vörur og þjónustu og hefur byggt upp mjög farsæl viðskiptasambönd. Lausnirnar eru smíðaðar á Íslandi eftir þörfum viðskiptavina og veitir fyrirtækið heildarlausn á uppsetningu og viðhaldi. 

Terra Einingar er leiðandi fyrirtæki í einingalausnum í formi húseininga og geymslulausna. Einingalausnir fyrirtækisins henta fyrir ólíka starfsemi allt eftir þörfum hvers og eins. Lausnirnar minnka byggingarkostnað, stytta framkvæmdatíma, styðja við sjálfbærni þar sem auðvelt er að endurnýta byggingarnar og færa þær til. 

„Terra Einingar hefur verið í miklum vexti undanfarin ár og hafa húseiningar fyrirtækisins notið aukinna vinsælda þar sem sveigjanleikinn er í fyrirrúmi. Með kaupunum á Öryggisgirðingum sjáum við mikil tækifæri í auknu vöruúrvali beggja fyrirtækja sem saman munu styrkja stöðu sína á markaði. Eftirspurn eftir sveigjanlegum lausnum bæði hvað varðar húseiningar, girðingalausnir og aðgangskerfi hefur aukist verulega. Með breiðu vöruúrvali Terra Eininga og Öryggisgirðinga munu félögin byggja sterka heild sem öflugt fyrirtæki í iðnaði,“ segir Fannar Örn Þorbjörnsson, framkvæmdastjóri Terra Eininga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum

Enn þúsundir bíla með hættulega loftpúða á íslenskum götum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“

Yfirmaður um ástandið á bráðamóttökunni – „Við getum auðvitað ekki sagt þeim að bíða úti á plani“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“

Sverrir gerir stólpagrín að tillögu Höllu Hrundar – „Orðinn dauðþreyttur á því að þessi sjálfumglöðu gamalmenni fái að njóta lífsins í ellinni!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu

Viðskiptavinir Varðar nú tryggðir á meðgöngu og í fæðingu