fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2024 16:30

Evan Gershkovich. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich hefur verið dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi og hlaut 16 ára fangelsisdóm. Bandarísk stjórnvöld segja að um sýndarréttarhöld hafi verið að ræða.

Gershkovich, sem er 32 ára gamall, starfaði í Rússlandi sem blaðamaður Wall Street Journal þar í landi. Hann var handtekinn í mars í fyrra, öllum að óvörum, og í kjölfarið ákærður fyrir njósnir, fyrstur bandarískra blaðamanna síðan á dögum kalda stríðsins. Var Gershkovich gefið að sök að hafa njósnað, að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar, um rússneskt fyrirtæki sem framleiðir skriðdreka.

Gershkovich hefur þráfaldlega neitað sök en réttarhöldin yfir honum gengu hratt fyrir sig. Telja sérfræðingar að Rússar hyggist bjóða Bandaríkjamönnum upp á fangaskipti á Gershkovich og einhverjum aðilum sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vildi ekki svara spurningu um slíkt á blaðamannafundi fyrr í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“

Stefán æfur yfir Palestínufána og kallar Alexöndru kynskipting – „Við vitum hvernig stjórnvöld í Palestínu fara með hennar líka“
Fréttir
Í gær

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“

Ósáttur eftir langa bið og upplýsingaleysi á Keflavíkurflugvelli – „Mikið af eldra fólki og börnum í hópnum sem áttu í basli“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð

Bæjarfulltrúi kærði bæjarstjórn Kópavogs til kærunefndar – Gerði í raun athugasemd við sína eigin skipan í ráð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi

P. Diddy aðeins sakfelldur í tveimur ákærulið af fimm – Vægur dómur talinn yfirvofandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“

Ása mátti ekki selja jeppa Rex á eBay – „Ef þú ert áhugamaður um glæpasögu þá eiga þessi jeppi og hjólhýsi sína sögu“