fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Bandarískur blaðamaður dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir í Rússlandi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. júlí 2024 16:30

Evan Gershkovich. Skjáskot/Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski blaðamaðurinn Evan Gershkovich hefur verið dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi og hlaut 16 ára fangelsisdóm. Bandarísk stjórnvöld segja að um sýndarréttarhöld hafi verið að ræða.

Gershkovich, sem er 32 ára gamall, starfaði í Rússlandi sem blaðamaður Wall Street Journal þar í landi. Hann var handtekinn í mars í fyrra, öllum að óvörum, og í kjölfarið ákærður fyrir njósnir, fyrstur bandarískra blaðamanna síðan á dögum kalda stríðsins. Var Gershkovich gefið að sök að hafa njósnað, að undirlagi bandarísku leyniþjónustunnar, um rússneskt fyrirtæki sem framleiðir skriðdreka.

Gershkovich hefur þráfaldlega neitað sök en réttarhöldin yfir honum gengu hratt fyrir sig. Telja sérfræðingar að Rússar hyggist bjóða Bandaríkjamönnum upp á fangaskipti á Gershkovich og einhverjum aðilum sem eru í haldi Bandaríkjamanna. Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, vildi ekki svara spurningu um slíkt á blaðamannafundi fyrr í dag.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti

Minnst sjö hafa kært Írisi Helgu fyrir umsáturseinelti
Fréttir
Í gær

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata

Staksteinar gera stólpagrín að borgarfulltrúa Pírata
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir

Þurfa að búa áfram við skothvelli – Fengu sólarhring til að senda inn athugasemdir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér

Hvetur héraðssaksóknara og ríkissaksóknara til að segja af sér