fbpx
Föstudagur 25.júlí 2025
Fréttir

Suður-Kórea íhugar að láta Úkraínu vopn í té – Ástæðan er heimsókn Pútíns til Norður-Kóreu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. júní 2024 07:00

Stjórnvöld í Seúl í Suður-Kóreu hafa miklar áhyggjur af deepfake-klámi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku skutu suðurkóreskir hermenn aðvörunarskotum að norðurkóreskum hermönnum sem fóru yfir línuna sem skilur ríkin að. Þetta var í þriðja sinn í þessum mánuði sem aðvörunarskotum var skotið að norðurkóreskum hermönnum við landamærin. Suðurkóreumenn segja þó að líklega hafi um mistök verið að ræða hjá norðanmönnum því þeir hafi snúið snarlega við þegar skotið var á þá.

En þessi tilvik eru hluti af aukinni spennu á milli Kóreuríkjanna og ekki dró það úr spennunni að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, heimsótti Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu, í síðustu viku.

Í kjölfar heimsóknarinnar fordæmdu suðurkóresk stjórnvöld einn af þeim samningum sem Pútín og Kim Jong-un skrifuðu undir. Þetta er samningur þar sem ríkin skuldbinda sig til að veita hvort öðru „hernaðarlega aðstoð“ ef ráðist verður á þau.

Segja suðurkóresk yfirvöld að þau líti á þetta sem ógn við öryggi Suður-Kóreu og nú muni þau taka til íhugunar hvort þau eigi að láta Úkraínu vopn í té.

Pútín frétti auðvitað strax af þessu og sagði að það verði stór mistök hjá Suður-Kóreu ef landið ákveður að láta Úkraínu vopn í té.  Rússnesk stjórnvöld muni  þá taka ákvarðanir sem „muni varla gleðja suðurkóreska ráðamenn“.

Suður-Kórea hefur stutt Úkraínu með mannúðaraðstoð og fjárframlögum fram að þessu en hefur ekki viljað láta vopn af hendi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27

Gunnar segir sveitarfélög landsins alltof mörg – Krafa um lágmarksíbúafjölda myndi fækka þeim um 27
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gylfi Ægisson er látinn

Gylfi Ægisson er látinn
Fréttir
Í gær

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík

Dóra Björt segir þéttingu byggðar ekki vera vandamálið – Kaupmannahöfn 13 sinnum þéttari en Reykjavík
Fréttir
Í gær

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“

Íslendingar af erlendum uppruna búnir að fá nóg – „Þau eru ekki ógn við samfélagið“
Fréttir
Í gær

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“

„Á ég að þurfa að bæta island.is inn í morgunrútínuna mína til að fylgjast með hvað er verið að mjólka mig þennan mánuðinn?“
Fréttir
Í gær

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump

Áður óbirt myndefni sýnir að Epstein mætti í brúðkaup Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu

Ozzy Osbourne farinn yfir móðuna miklu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta

Ekki vitað hvað fyrirhuguð brottfararstöð fyrir útlendinga mun kosta