fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Strokufanginn og höfuðpaurinn í stóra Bitcoin-málinu hlýtur enn einn dóminn – Fór úr „stærsta ráni Íslandssögunnar“ yfir í misheppnað smygl

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Þór Stefánsson hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fíkniefnabrot. Sindri Þór á sér langan sakaferil sem nær allt aftur til ársins 2005, þegar Sindri var aðeins 19 ára gamall.

Sindri Þór var sagður höfuðpaurinn í svokölluðu Bitcoin-máli og var fyrir hlut sinn dæmdur í fjögurra og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness árið 2019.  Málið varðaði stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði úr gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarnesi í desember árið 2019 og janúar 2019. Tölvurnar voru notaðar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin. Tölvurnar fundust aldrei en sjö voru ákærðir í málinu, en af þeim fékk Sindri Þór þyngsta dóminn.

Sindri ræddi um málið við Vanity Fair árið 2019 og þar sem hann virtist stoltur af málinu: „Þetta er stærsta rán Íslandssögunnar. Svo, ég býst við að þetta sé stærsta ránið mitt líka“. Sindri rakti í viðtalinu sakaferil sinn sem hann sagðist hafa byrjað strax á leikskólaaldri þegar hann braust fyrst inn. Árið 2017 hafi dularfullur, hættulegur og alþjóðlegur fjárfestir haft samband við Sindra og kallaði sig Herra X. Sá lofaði Sindra 15 prósent hluta af öllu því sem tölvurnar kæmu til með að skila af sér. Sindri leit á þetta sem tækifæri sem hann gat ekki látið framhjá sér fara. Sindri var spurður um afdrif búnaðarins sem hann stal. Þá sagði hann að mögulega hafi tölvurnar verið í gangi allt frá því hann stal þeim. „Kannski veit ég hvar þær eru. Kannski, kannski ekki.“

Árið 2018 var Sindri eftirlýstur um alla Evrópu eftir að hann flúði úr fangelsinu að Sogni. Hann sendi frá sér yfirlýsingu á flóttanum og sakaði yfirvöld á Íslandi um að halda sér án dóms og laga, en þá sat hann í gæsluvarðhaldi í Stóra Bitcoin-málinu. Hann sagðist sjá eftir því að hafa flúið og að hann væri að vinna að því að semja við lögregluna um að koma aftur heim. Fréttablaðið greindi samhliða frá því að Sindri væri talinn hafa fest kaup á fasteign á Spáni og ætlað sér að fara þar huldu höfði. Sindri var handtekinn í Amsterdam eftir sex daga á flótta.

Sindri hefur ítrekað verið sakfelldur fyrir umferðarlagabrot, auðgunarbrot og fíkniefnabrot. Nú síðast var hann dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi með dómi Héraðsdóms Reykjaness sem féll á þriðjudag. Þar var Sindra gert að sök að hafa ásamt Sigurði Kristjáni Grímlaugssyni staðið að innflutningi af tæpum 4 kg af maríhúana. Sindri flutti fíkniefnin frá Torre Del Mar á Spáni til Íslands þar sem Sigurður Kristján tók við þeim. Báðir játuðu brot sín án undandráttar og báðir hlutu fjóra mánuði skilorðsbundið.

Sigurður Kristján án líka nokkurn brotaferil að baki sem nær allt aftur til ársins 2017. Hann endaði í fréttum árið 2022 eftir að hann vaknaði við vondan draum er sérsveitin ruddist vopnuð inn á heimili hans í Kórahverfinu um miðja nótt vegna gruns um að þar væri að finna mann sem var grunaður um aðild að skotárás í Grafarholti.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Í gær

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu

Telja að Trump dragi sig í hlé sem sáttasemjari á milli Rússlands og Úkraínu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“

Hraunað yfir Gunnar Smára og allt á suðupunkti hjá sósíalistum – „Þetta er svo vitlaust að það er bara hlægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“

Kona sem flýði blokkina í Írabakka eftir ónæði í sjö ár – „Ég kvartaði næstum daglega í Félagsbústaði“