fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Fær ekki svör um fastráðningu – Hið opninbera ráði aðeins tímabundið til að spara

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 2. júní 2024 12:00

Óvissan er mikil hjá starfsfólki sem er ráðið tímabundið inn í umönnun og í skólum. Mynd/OpenArtAI

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða er á meðal Íslendinga á samfélagsmiðlinum reddit um að hið opinbera ráði aðeins starfsfólk tímabundið til að spara peninga. Fólk nái því ekki að vinna sér inn réttindi á vinnustaðnum. Einkum eigi þetta við um störf í skólum og umönnun.

Stuðningsfulltrúi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu, sem er að klára annan veturinn sinn lýsir þessu svo:

„Það eru 6 skóladagar eftir fyrir sumarfrí og ég er ekki enn búin að vita hvort ég fái áframhaldandi vinnu eftir sumarið. Mér var sagt þegar ég byrjaði að eftir 2 vetur gæti ég fengið fastráðningu, en hingað til hafa samningarnir verið tímabundnir,“ segir hann. „Þar sem mér líkar þessi vinna mjög mikið er ég búin að tala við vinnuveitendann um það að halda áfram á föstum samningi, en eina svarið sem ég fékk var að ég þyrfti bara að sækja um aftur þegar þau auglýsa.“

Ræddi hann við samstarfskonu sína sem hafði það á tilfinningunni að skólinn vildi aðeins ráða inn nýtt og nýtt fólk, því fastráðið starfsfólk væri dýrara. „Hef svosem enga sönnun fyrir þessu, en mér þykir þetta mjög furðulegt að ég fái ekki bara svar af eða á. Mér finnst þetta líka senda ákveðin skilaboð til okkar stuðningafulltrúanna, eins og við skiptum ekki máli,“ segir stuðningsfulltrúinn.

Hækki ekki í launum og réttindi ávinnist ekki

Miklar umræður hafa spunnist um færsluna og tekið er undir að þetta sé líklega gert til að spara. Fólk hækkar ekki í launum og vinnur sér ekki inn réttindi ef það sé ráðið tímabundið inn.

Annar netverji sem starfaði sem stuðningsfulltrúi á höfuðborgarsvæðinu lýsir svipaðri reynslu.

„Samstarfskonu minni var sagt upp eftir tvö ár í starfi stuðningsfulltrúa þó hún óskaði eftir áframhaldandi starfi og hafði staðið sig mjög vel. Ég átti ekki von á öðru en að fá líka uppsögn enda hafði ég verið í starfinu í tvö ár eins og þessi samstarfskona mín og búin að falast eftir svörum um hvort ég fengi áframhaldandi starf í nokkrar vikur án svara. Það voru örfáir dagar í sumarfrí og ég vissi ekki hvort ég væri að verða atvinnulaus eða ekki. Tók því annarri vinnu sem mér bauðst óvænt þegar nokkrir dagar voru eftir af skólanum en fékk samt „hefði verið gott að vita þetta fyrr“ frá skólastjóranum,“ segir hann.

Óvissa fram á síðustu stundu

Kenna sumir fjársvelti um. Að þegar opinberar stofnanir hafi úr litlu að moða í fjárveitingum sé gripið til ráða eins og þessa við mönnun.

„Ég er í sama bát og þú, er núna búinn að vinna í eitt ár á sama vinnustað,“ segir einn starfsmaður á velferðarsviði Reykjavíkurborgar. Hann sé í 100 prósent starfi en hafi aðeins fengið þriggja mánaða samninga þar sem hann uppfyllir ekki hæfniskröfur og fólk sem uppfyllir þær fer í önnur og betur launuð störf.

„Ég er að minnsta kosti tvisvar í þessu starfi búinn að vera viku frá starfslokum áður en ég fékk að vita að ég fengi þrjá mánuði í viðbót. Svo gerist það oft að samningurinn kemur ekki fyrr en viku eða meira segja tvær inn í næsta tímabil,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“