fbpx
Sunnudagur 05.október 2025
Fréttir

Svona er staðan á eldgosinu eftir nóttina

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 30. maí 2024 07:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Virknin í eldgosinu norðan við Sýlingarfell á Reykjanesskaga var á svipuðum nótum í alla nótt.

Hraunflæði er mest norðarlega á sprungunni og við gosop við Sýlingarfell sem opnaðist um tíu leytið í gærkvöldi. Takmarkað skyggni var á svæðinu í nótt og fram á morgun.

Sigríður Kristjánsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við RÚV að það hafi farið að hægjast á gosinu seinni partinn í gær og fram á kvöld. „Þá dró verulega úr virkninni og hún dró sig saman í nokkur virk gosop og virðist hafa haldið þannig áfram í alla nótt.“

Hraun rann yfir Grindavíkurveg og Nesveg í gær og í frétt RÚIV í morgun kemur fram að fleiri innviðir virðast ekki vera í hættu eins og staðan er núna.

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir í Morgunblaðinu í dag að gosið hafi hafist af svo miklum krafti að kvikugeymirinn hljóti að tæma sig afar hratt. Það er það sem virðist einmitt hafa gerst.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“

Sigurbjörg segir Ásdísi bæjarstjóra ekki hlusta á foreldra – „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“

Gunni Helga lét Stefán Einar fá það óþvegið: „Skrýtið að veifa aumingjaspjaldinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum

Lýsa yfir miklum áhyggjum af styttingu tímabils atvinnuleysisbóta – Muni bitna harkalega á sveitarfélögunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll

Elon Musk rak starfsmann á staðnum sem benti honum á að hann væri orðinn óvinsæll
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“

Sigþór svartsýnn og ómyrkur í máli: „Það eru því allar líkur á því að ástand vegakerfisins muni versna áfram“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu

Íbúar í miðbænum kæra framkvæmd sem þeir segja óframkvæmanlega – Efasemdir hjá borginni hurfu