Rússneska ríkisfréttastofan Tass skýrir frá þessu.
Pútín sagði að sögn nýlega að Rússar neyðist til að horfa til vinveittra ríkja. „Við neyðumst til að halda áfram sameiginlegu þróunarstarfi með ríkjum sem vilja starfa með okkur. Í sameiningu sköpum við vörur og hugvit sem er nauðsynlegt fyrir almenning og hagkerfi ríkja okkar,“ sagði Pútín.
Ríkin sem Pútín horfir til eru BRIK-ríkin svokölluðu en auk Rússlands eru það Suður-Afríka, Brasilía, Indland og Kína.
Samkvæmt tölum, sem framkvæmdastjórn ESB birti í lok febrúar, hefur ESB bannað vöruútflutning til Rússlands fyrir um 44 milljarða evra frá því í febrúar 2022 og innflutning fyrir um 91 milljarð evra.